11.03.2006 20:08

Grímuball og útilegupæling



Við Silja fórum á djammið í gær í fyrsta skiptið í rosalega langan tíma. Byrjuðum á grímuballi í Kópavoginum þar sem við vorum Sesar og Kleópatra. Alli og Arngrímur komu með okkur og ég er einmitt búinn að setja inn myndir þaðan í myndaalbúmið. Grímuballið var mjög hresst og margir góðir búningar. Skemmtiatriðin voru mis, fyrst kom Elvisgaur með gítar og söng Bubbalög. Svo komu Pjöllurnar, saumaklúbburinn sem stóð fyrir þessu balli, allar klæddar sem Silvía Nótt og tóku atriðið hennar. Síðast og langsíst kom hljómsveitin Tilþrif (www.tilthrif.is) og spilaði fyrir dansi. Hljómsveitin Tilþrif er nákvæmlega eins og búast má við, ekki góð. Við ákváðum því að yfirgefa staðinn þegar þeir byrjuðu og fórum heim og skiptum um búninga. Síðan fórum við í bæinn og þar var fjör. Drukkum bjór og Arngrímur fékk sér langþráðan Kebab. Í öllu falli var þetta fyrsta djamm okkar í marga mánuði mjög vel heppnað.

Í byrjun þessa árs voru haldnir stórir tónleikar til styrktar íslenskri náttúru. Þið munið kannski eftir þessum tónleikum, allir spiluðu á þeim. Fullt af frægu fólki allavegana. Ég fór ekki en langaði frekar mikið. Mér fannst þó mjög fyndið að lesa það í einhverju blaði að eftir tónleikana hefði hópur af tónlistarfólki sem spilaði á þeim farið á Ölver í karaoke. Meðal nafna voru Björk og Jónsi í Sigurrós. Ég sá alveg fyrir mér þetta artífartílið standa uppá Ölversviðinu að taka týpískustu karaokelög í heimi. Svo vorum við Silja á rúntinum í fyrradag þegar mér datt í hug ennþá fyndnari pæling. Sigurrós í tjaldútilegu að taka alla helstu útileguslagara Íslands! En verandi kóngar artífartí/krútt-fólksins þá spila þeir lögin ekki á gítar heldur spilar einn þeirra á grjót sem hann hefur safnað úr nágrenninu, annar spilar á tjöldin með fiðluboga á meðan sá þriðji spilar á hina gaurana eða eitthvað álíka steikt. Og þannig taka þeir öll helstu Bubbalögin, Sálarlögin og svo auðvitað Rangur maður. Snilld! Gleymd'essu maður.

Ég hélt annars að lazeraðgerðir á augum ætti að bæta sjónina en hjá sumum virðist hún brengla hana. Nema kannski það sé eitthvað annað sem rugli í fólki...
Flettingar í dag: 70
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 90480
Samtals gestir: 17945
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:16:06