30.03.2006 23:28

Vinna sminna

Jahámm, sitt hvað búið að gerast síðan síðast. Við þurftum að eyða einni vinnuviku á Barnaspítalanum því Frosti þurfti að fara í aðgerð. Meira um það á síðunni hans. Þetta var ótrúlega erfiður tími, tekur á að horfa upp á barnið sitt svona veikt og finnast maður ekki geta gert neitt. En hann er allur að braggast og byrjaður að þamba mjólk á ný án þess að æla. Svo er hann líka byrjaður að brosa, hjala og hló í fyrsta skiptið núna í kvöld, það er lífið.

Ég er annars byrjaður að vinna aftur, byrjaði á þriðjudaginn. Það er ekki hresst, ég vildi að ég væri ennþá í fæðingarorlofi. Ekki það að vinnan sé slæm í sjálfu sér, ég er alveg sáttur í vinnunni. Vildi bara frekar vera heima hjá fjölskyldunni minni.

Ég skil síðan ekki þessa pælingu hjá Stúdentaleikhúsinu að frumsýna nýja leikritið sitt á miðvikudegi, 5. apríl nánar tiltekið. Við Silja vorum búin að hlakka svo til að komast á almennilegt Stúdentaleikhúsfrumsýningardjamm en svo lítur út fyrir að við komumst ekki einu sinni á frumsýninguna. Skandall! Hlakka samt til að sjá sýninguna.

Svo vil ég senda hamingjuóskir til Myrru og fjölskyldu með hana Láru litlu. Algjört krútt og ég er viss um að hún og Frosti verða góðir vinir.

Jæja, þreytan segir til sín og svefninn kallar. Vona að þið séuð ekki hætt að kíkja hingað inn vegna bloggskorts.

Kveðja,
Dóri
Flettingar í dag: 1371
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 90405
Samtals gestir: 17914
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:34:56