17.11.2007 00:36

Tjúttuð færsla

Ég er að hugsa um að taka upp nýjan sið. Bloggsið. Ég ætla að blogga oftar en á 3 mánaða fresti.

Hvernig hljómar það?

Annars vinn ég að því hörðum höndum að koma orðinu tjúttað inn í orðaforða landsmanna. Ég hef fulla trú á því að tjúttað geti orðið svalasta orð íslenskrar tungu fyrr og síðar. Eina sem ég á eftir að útfæra að fullu er merkingin. Ég hef þess vegna verið að máta orðið við hitt og þetta síðustu daga, Silju til mikillar skemmtunnar og alls ekki til nokkurs ama. Hún er bara frekar tjúttuð á því útaf þessu.

Ég mæli því með að þið takið öll upp þetta orð í ykkar daglega máli. Sameinumst í átakinu Tjúttum upp heiminn 2007! Heimurinn þarfnast upptjúttunar.

Megið líka endilega koma með tillögur að notkun. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því þar sem merkingin mun ráðast af notkun og orðið mun finna sér sinn stað í tilverunni. Um það er ég sannfærður. Í dag er tjúttaður dagur.

Talandi um tjúttað, langar að benda á þræltjúttaða þætti sem góðvinir mínir Arngrímur og Jón Örn hafa sent frá sér. Þá má nálgast hérna og bið ég alla um að koma dásemdinni á framfæri. Þetta er þátturinn sem heimurinn hefur beðið eftir. Allir sem eru orðnir leiðir á Agli Helga og hinir 2 líka skoði þessa þætti.


Annars langar mig í svona bol, þetta er tjúttaður bolur


Smellið á bolinn til að sjá hann í upphaflegu umhverfi og einnig ef þið viljið versla ykkur svona bol. Ég hugsa, vinnu minnar vegna, að ég verði að fá mér einn svona. Samt hata ég internetið og sérstaklega þráðlaus internetvandamál. Helvítis internetið. Nei, djók. Internetið er tjúttað.

Kveðjur,
Halldór

p.s. ég veit að tímasetning þessa bloggs er grunsamleg en ég er ekki fullur, ég er að vinna (vúhú!).
Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 19
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 84051
Samtals gestir: 16739
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 22:44:55