Færslur: 2008 Febrúar

05.02.2008 20:17

Kaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkalt!!!!



Þetta er ég síðustu vikurnar. Það er á svona dögum sem ég velti því fyrir mér hvers vegna við þrjóskumst til að byggja þetta klakasker. Það átti víst að hlýna í gær eða fyrradag en ég komst að því að þar var farið frjálslega með hugtakið að hlýna (allavega að mínu mati) og hið rétta var að frostið átti aðeins að minnka. Ég man ekki hvað er langt síðan ég fór síðast í (napurkaldan) bílinn minn og sá hitatölu sem ekki kom á eftir mínusmerki. Þvílíkt fjör!

En þá verður maður bara að finna sér eitthvað til að hugsa hlýlega til/um. Frosti átti afmæli í gær og hélt heljarinnar afmælisbollukaffi á sunnudaginn. Hægt að sjá mikið af flottum myndum á síðunni hans. Það var gaman að hitta allt fólkið.

Skv. mbl.is var 0°C klukkan 18. Það er aldeilis. Hins vegar var þá 11°C í London. London er skemmtileg borg.

Samt er um að gera að hafa gaman og þá sérstaklega þegar veðrið er ömurlegt. Black Books hentar vel undir þeim kringumstæðum. Fátt sem toppar vel skrifaðar breskar gamanþáttaseríur þegar kemur að því að létta skapið í myrkrinu.

Hér er smá brot af snilldinni.





  • 1
Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 89019
Samtals gestir: 17803
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 13:47:02