28.01.2006 00:24
Úff
Jæja, dagurinn búinn og ekkert farið að gerast ennþá. Honum líður
greinilega svona vel þar sem hann er núna. Ég reyni auðvitað að setja
fréttir hingað um leið og eitthvað gerist.
Annars hélt ég að ég væri að fara yfirum þegar ég horfði á leikinn áðan. Engin smá spenna. Nokkuð sanngjörn úrslit fannst mér þótt dómararnir hefðu átt að dæma amk aukakast í lokin þegar það var greinilega brotið á Alexander Peterson. Samt enginn dómaraskandall, liðin voru bara jafngóð og hvorugt þeirra átti skilið að fá ekkert út úr þessum leik. Gott að strákarnir séu búnir að tryggja sig áfram úr riðlinum en nú verða þeir að klára dæmið og taka Ungverjana í lokaleiknum.
Þetta finnst mér líka alveg ótrúlega fyndið. Síðan hvenær hafa sigurvegararnir í þessum keppnum verið nokkrum manni fyrirmynd? Linda Pé hefur sko alltaf verið fyrirmyndin mín. Eða ekki.
Hvað er annars skemmtilegra en að horfa á mynd með Dennis Hopper og Eric Roberts? Þvílíkir eðalleikarar!
Annars hélt ég að ég væri að fara yfirum þegar ég horfði á leikinn áðan. Engin smá spenna. Nokkuð sanngjörn úrslit fannst mér þótt dómararnir hefðu átt að dæma amk aukakast í lokin þegar það var greinilega brotið á Alexander Peterson. Samt enginn dómaraskandall, liðin voru bara jafngóð og hvorugt þeirra átti skilið að fá ekkert út úr þessum leik. Gott að strákarnir séu búnir að tryggja sig áfram úr riðlinum en nú verða þeir að klára dæmið og taka Ungverjana í lokaleiknum.
Þetta finnst mér líka alveg ótrúlega fyndið. Síðan hvenær hafa sigurvegararnir í þessum keppnum verið nokkrum manni fyrirmynd? Linda Pé hefur sko alltaf verið fyrirmyndin mín. Eða ekki.
Hvað er annars skemmtilegra en að horfa á mynd með Dennis Hopper og Eric Roberts? Þvílíkir eðalleikarar!
Skrifað af Halldór
Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197025
Samtals gestir: 31613
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 15:28:24