Færslur: 2006 Ágúst

22.08.2006 18:16

Orphans!



Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég afskaplega mikill aðdáandi Tom Waits. Svo mikill að ég íhugaði alvarlega hvort það væri ekki einhver leið fyrir mig að komast til Bandaríkjanna nú í byrjun ágúst þegar Waitsarinn fór í tveggja vikna tónleikaferð.

Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvort ég var ekki hoppandi glaður þegar ég komst að því að hann er að fara að gefa út hvorki meira né minna en þrefalda plötu. 54 lög! Þar af 30 nýjar upptökur! Þvílík tær snilld!!! Allt í allt yfir 3 tímar og 94 síðna bleðlingur fylgir með. Kemur út 20. nóvember í US of A og 21. nóvember í Evrópu. Vá, hvað ég get ekki beðið! Fyrir áhugasama er hægt að sjá meira hérna. Þar er hægt að sjá m.a. lagalista og ummæli Waits sjálfs um gripinn.

Svo er hægt að fara að láta sig dreyma um aðra tónleikaferð í framhaldinu, jafnvel til Evrópu. Hann verður hvort sem er á klakanum um svipað leyti, kannski nær einhver að plögga Waits tónleika á Íslandi. Það væri án efa mesta snilld í heimi.

Annars er uppáhaldsþáttur okkar Silju þessa dagana Rockstar:Supernova. Merkilegt hvað það er skemmtilegt að horfa á raunveruleikaþætti þegar Íslendingur er að "keppa". Svo er hann bara massagóður hann Magni. Hins vegar get ég varla sagt að ég vonist til að hann vinni því gaurarnir í Supernova eru svo miklar steikur. En samt, gaman að þessu.

Ég las upp ljóð á Menningar"nótt". Ég kemst ekki yfir það ennþá hvað mér finnst bjánalegt að þetta heiti Menningarnótt. Dagskráin byrjar klukkan 11 um morguninn og endar klukkan hálf ellefu um kvöldið. Halló!!?? Nótt kemur hvergi nálægt þessu. Ekki einu sinni Silvía Nótt!!! (búrúmm tiss!)

En allavega, ég las upp ljóð ásamt félögum mínum í Nykri. Það var bara gaman. Þetta er alveg skemmtileg hátíð, þrátt fyrir rangnefnið.

Kveðja,
Dóri
  • 1
Flettingar í dag: 643
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 226
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 94114
Samtals gestir: 18453
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:29:02