Færslur: 2006 Janúar

31.01.2006 03:33

Tæknin

Það er lítið að gera meðan við bíðum annað en að uppfæra græjurnar okkar. Bæði ég og Silja erum komin með mBlogg. Þið getið komist inn á síðurnar okkar hér hægra megin. Töff fyrirbæri því nú getum við sent inn myndir af litla gæjanum okkar um leið og hann lætur sjá sig. Svona er nú tæknin sniðug, ótrúlegt fyrirbæri alveg hreint.

Annars vil ég benda ykkur á Wulffmorgenthaler.com. Hressir gaurar með steiktan húmor sem bera m.a. ábyrgð á snillingnum honum Dolph. Hér er einn karakter frá þeim sem mér finnst alveg óborganlegur.

29.01.2006 21:36

Allt rólegt

Ekkert í gangi ennþá. Við erum búin að vera að klára að koma okkur fyrir, einhver smáatriði sem eru enn eftir. Ætli hann komi nokkuð fyrr en við erum búin að alveg öllu. Hengdum upp vegghillur og ljós í dag. Annars veit ég ekki hvað ég á að segja meira. Við bíðum bara.

28.01.2006 00:24

Úff

Jæja, dagurinn búinn og ekkert farið að gerast ennþá. Honum líður greinilega svona vel þar sem hann er núna. Ég reyni auðvitað að setja fréttir hingað um leið og eitthvað gerist.

Annars hélt ég að ég væri að fara yfirum þegar ég horfði á leikinn áðan. Engin smá spenna. Nokkuð sanngjörn úrslit fannst mér þótt dómararnir hefðu átt að dæma amk aukakast í lokin þegar það var greinilega brotið á Alexander Peterson. Samt enginn dómaraskandall, liðin voru bara jafngóð og hvorugt þeirra átti skilið að fá ekkert út úr þessum leik. Gott að strákarnir séu búnir að tryggja sig áfram úr riðlinum en nú verða þeir að klára dæmið og taka Ungverjana í lokaleiknum.

Þetta finnst mér líka alveg ótrúlega fyndið. Síðan hvenær hafa sigurvegararnir í þessum keppnum verið nokkrum manni fyrirmynd? Linda Pé hefur sko alltaf verið fyrirmyndin mín. Eða ekki.

Hvað er annars skemmtilegra en að horfa á mynd með Dennis Hopper og Eric Roberts? Þvílíkir eðalleikarar!

27.01.2006 00:59

Nýjar myndir

Jæja jæja, þá eru fyrstu myndirnar úr nýju vélinni komnar á netið. Þetta er ekkert smá skemmtileg vél og gaman að taka myndir með henni. Það sést líka þar sem nokkrar af myndunum eru ansi tilraunakenndar. Dálítið verið að leika sér á vélina og prófa stillingar. Samt líka myndir af okkur og bumbunni. Endilega kommentið.

Ljóðalesturinn í MS gekk annars alveg ljómandi. Ég verð að hrósa MS-ingum fyrir betri mætingu en ég þorði að vona, sérstaklega miðað við að Gettu Betur var í gangi þarna sama kvöld. Skáldin voru mjög frambærileg og flest skemmtileg. Ég held að mér hafi bara gengið nokkuð vel, allavega leið mér vel með þetta. Ég var nú samt orðinn mjög stressaður þegar ég fór upp á sviðið og var á tímabili ekki viss hvort ég myndi ráða við þetta en eftir að ég las fyrsta ljóðið jafnaði ég mig. Hefði reyndar viljað fá einhver viðbrögð eftir á en skortur á þeim gæti stafað af því að ég yfirgaf MS fljótlega eftir að dagskrá var lokið. Vona að fólk hafi kunnað að meta þetta. Andri Snær var samt alveg ótrúlega skemmtilegur, fór alveg á kostum. Mjög skemmtilegt kvöld og alltaf gaman að gera eitthvað svona menningarlegt.

Talandi um menningu þá rokkuðu handboltastrákarnir í dag. Ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim þegar þeir komast á svona skrið. Guðjón Valur er ekkert eðlilega fljótur maður. Vona að þeir haldi dampi og nái að taka stemninguna með sér í næstu leiki.

Nú er kominn föstudagur sem þýðir að það eru komnar 40 vikur. Í dag er settur dagur, nú á erfinginn að koma. Í dag er líka 250 ára afmælisdagur Mozart. Í dag eiga Íslendingar að keppa við Dani í handbolta. Tilviljun? Held ekki.

Mér finnst Benni Hemm Hemm ömurlega hundleiðinlegur tónlistarmaður. Mér finnst hann ekki eiga skilið íslensk tónlistarverðlaun. Hann og söngvarinn í Jakobínarína ættu að taka sig til og flytja á einhverja mongólítaeyju úti í rassgati og láta mig í friði. Svo skil ég ekki þetta helvítis Bubbasnobb alltaf. Hann semur ágætis útileguslagara en engin meistarastykki.

Áfram Mugison og Hjálmar og svo legg ég til að allir hnakkaþættir verði teknir af dagskrá. Takk fyrir.

25.01.2006 21:10

Myndavélin komin

Við fórum áðan og keyptum okkur myndavélina. Þurfum samt að bíða í ca. 9 tíma í viðbót þangað til rafhlaðan er fullhlaðin. En það koma vonandi ferskar bumbumyndir á morgun.

Hversu mikil snilld eru annars My name is Earl þættirnir?

23.01.2006 18:36

Ljóðaupplestur

Ég er að fara að lesa upp ljóð á morgun. Í MS af öllum stöðum. Ég verð þar í góðum hópi en dagskránna má sjá hér. Það var hann Arngrímur sem bað mig um að vera í þessum fríða hópi og held ég að þetta lofi bara góðu og verður eflaust hin mesta skemmtun. Þetta er örugglega opið fyrir alla ef einhver hefur áhuga á að kíkja.

22.01.2006 22:07

When in Rome...

Sæl og blessuð!

Það er allt fínt að frétta af okkur. Ég er bara álíka hress og alltaf, veit samt ekki alveg hvort ég er að fá tannpínu eða nýjan endajaxl. Það er ekki svo hressandi. Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa því hvernig Silja hefur það þá myndi ég nota orðið þreytt. Hún er orðin ferlega þreytt á þessu öllu saman. Ég skil hana vel þar sem hún er búin að vera meira og minna lasin síðan hún varð ólétt. Núna eru það stöðugir verkir, bæði hausverkir, magaverkir og beinverkir. Það styttist í að 40 vikurnar verði komnar, 27. janúar, og þá er bara að vona að hann láti ekki bíða of mikið eftir sér.

Við erum búin að ákveða að fá okkur Canon vélina. Ætlum bara að bíða þangað til á miðvikudaginn því þá verð ég búinn að fá útborgað. Eftir það getum við farið að dæla inn fleiri myndum, sérstaklega þar sem það er svo auðvelt hérna. Gott að hafa svona algjörlega imbahelt forrit fyrir myndaalbúmin. Ég ætla líka að henda inn gömlum myndaalbúmum við fyrsta tækifæri.

Það var alveg hreint ótrúlega skemmtilegt spilakvöld í gærkvöldi. Reyndar var ekkert spilað en við náðum þó að skemmta okkur vel. Jú, við spiluðum reyndar nokkra geisladiska, ef það telst með. Það er fátt, ef nokkuð, sem jafnast á við það að eiga svona æðislega skemmtilega ættingja. Sérstaklega finnst mér gaman að Kolli junior skuli vera fluttur suður. Við náum vel saman og erum með margar mjög áhugaverðar pælingar í gangi.

Núna tekur svo biðin við. Það er allt tilbúið fyrir komuna, þannig lagað. Auðvitað má dytta að ýmsu en hann gæti komið núna ef hann vildi. Biðin er frekar erfið, sérstaklega fyrir Silju, en við reynum að láta fara vel um okkur þangað til eitthvað gerist. Ég veit að það eru margir sem fylgjast með okkur og ég mun auðvitað láta vita af okkur reglulega og þegar eitthvað gerist. Verið bara endilega dugleg að segja hvað ykkur finnst.

Nú ætla ég að horfa á Rome, vona að það sé fínn þáttur. Hljómar allavega spennandi. Og go United! Unnu Liverpool í dag og það rokkar.

Kveðja,
Dóri

20.01.2006 21:46

Nýtt upphaf

Jæja, nú er ég búinn að fá meira en nóg af þessu blog.central rugli og það fyrir löngu síðan. Líst mun betur á þetta system og það er ekki amalegt að geta haft almennilega myndaalbúm. Sérstaklega þegar litli kallinn okkar og nýja myndavélin verða komin í hús. Hef annars ekki meira að segja í bili nema að ég er kominn í frí fram að fæðingarorlofi og mæti því ekki í vinnuna fyrr en eftir 9 vikur. Það er ljúft.

En bið að heilsa, látið heyra í ykkur.

Dóri
  • 1
Flettingar í dag: 1370
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 76
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 90404
Samtals gestir: 17914
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:13:08