Færslur: 2008 Mars

22.03.2008 11:23

Bilaði heimurÞeir sem hafa séð Donnie Darko kannast við lagið hér að ofan. Gary Jules að syngja gamla Tears for Fears lagið Mad World. Frekar fallegt lag. Upprunalega myndbandið (og lagið) með Tears er hins vegar tær snilld. Mæli sérstaklega með manninum sem sést út um gluggann dansa sem enginn væri morgundagurinn.
Annars er ekki mikið að frétta, bara vinnavinnavinna yfir páskana. Gríðarlega hressandi. Svo styttist alltaf í Londonferðina okkar, ætlum út í lok júlí. Lendum í London og daginn eftir förum við í lestarferð til 20 þúsund manna smábæjar sem heitir Buxton. Af hverju, spyrjið þið kannski. Jú, til að sjá Jimmy Carr. Ekki hægt að segja annað en ég sé fáránlega spenntur fyrir því.

Annað sem ég er spenntur fyrir er músík. Mig langar rosalega til að byrja að gera eitthvað í músík. Er alltaf að reyna að fá Silju með mér í hin og þessi verkefni og við stefnum á að gera eitthvað saman. Er alltaf að gutla eitthvað á gítarinn og finnst það ótrúlega gaman. Bara verst hvað ég kann lítið. En það á ekki að stoppa mann frá því að halda áfram, bara taka pönkviðhorfið á þetta...
  • 1
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 71692
Samtals gestir: 14364
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 02:52:49