04.02.2006 00:21

4.febrúar

Úff, þetta er að skella á. Silja var komin með ca. 3 í útvíkkun um kvöldmat. Læknirinn sem athugaði það gat m.a.s. kollinn og fann fyrir hárlubbanum á honum í gegnum belginn. Það þýðir að hann er þunnur og þetta er allt að fara að gerast. Það sem meira er þá var okkur sagt að ef ekkert færi af stað í nótt yrði belgurinn sennilega sprengdur í fyrramálið. Þá gerist örugglega eitthvað. Við getum því sagt með nokkurri vissu að hann fæðist á morgun, laugardaginn 4. febrúar.

Þetta er allt svo óraunverulegt og ég hef ekki hugmynd um það hvernig mér líður eða hvernig mér á að líða eða hvað er í gangi eða hvað er að fara að gerast. Ég er samt spenntur, ég veit það. Ég hlakka svo til að sjá hann.

Allir að fylgjast með á 8457252.mblog.is - það koma væntanlega myndir þangað asap. Og takk fyrir alla straumana, við finnum svo sannarlega vel fyrir þeim. Fátt, ef nokkuð, jafnast á við það að eiga góða fjölskyldu og vini.

Kveðja,
Dóri
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05