05.02.2006 11:19
Frosti

Ég var að henda inn myndum af honum inn í myndaalbúm.
Hann fæddist klukkan 19:01 í gær og var 17 merkur og 54 cm við fæðingu. Strax kraftmikill og lét í sér heyra. Þambaði mjólkina eins og hann hafi aldrei gert annað og steinsofnaði svo. Ótrúlega góður og fallegur strákur.
Ástarþakkir fyrir allar hlýju hugsanirnar til okkar síðustu daga. Við höfum svo sannarlega fundið vel fyrir þeim. Frábært að finna hvað þessi litli drengur á marga góða að. Það er nokkuð ljóst að það verður gestkvæmt í Jórufellinu næstu daga. Vitum ekki alveg hvenær þau mæðgin fá að koma heim en það verður vonandi fljótlega.
Kveðja,
Dóri, stoltur pabbi
Skrifað af Halldór
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05