07.02.2006 17:29

Komin heim og ný heimasíða

Við komum heim í gær. Það var aldeilis vel tímasett hjá okkur því það var allt hvítt þegar við vöknuðum í morgun. Frosti dafnar vel, duglegur að borða og sofa og Silju líður líka strax miklu betur eftir að hún komst heim.

Það er samt ennþá dálítið í að við getum farið að taka á móti gestum en við vitum að það eru margir sem vilja kíkja við og við hlökkum til að sjá ykkur. Við látum ykkur vita þegar þið getið kíkt í heimsókn.

Þangað til getið þið skoðað síðuna hans Frosta, hann er byrjaður að blogga. Eða ekki, við bloggum fyrir hann og setjum inn myndir og dót. Þið getið skoðað það á www.123.is/frosti

Kveðja,
Dóri
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 518
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 247895
Samtals gestir: 37235
Tölur uppfærðar: 1.9.2025 11:33:00