09.02.2006 01:39

Allt í góðu

Jæja, það gengur allt vel hjá okkur. Frosti er duglegur að borða og sofa og verður bara skýrari með hverjum degi. Naflastrengurinn datt af honum í dag og hann er farinn að fá vel af brjóstamjólk. Hann er stundum pirraður í maganum en hann sefur samt vært og vaknar bara þegar hann er svangur. Það heyrist líka bara eitthvað í honum þegar hann er svangur. Við förum með hann í skoðun á morgun og svo lítur út fyrir að fái að fara í bað á morgun. Það koma allavega inn nýjar fréttir og myndir á morgun.

Þangað til er hér ein hressandi myndasaga frá Wulffmorgenthaler. Mér finnst þeir svo ótrúlega fyndnir, enda höfundar Dolph og Wulff sem er tær snilld.


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05