09.02.2006 01:39
Allt í góðu
Jæja, það gengur allt vel hjá okkur. Frosti er duglegur að borða og
sofa og verður bara skýrari með hverjum degi. Naflastrengurinn datt af
honum í dag og hann er farinn að fá vel af brjóstamjólk. Hann er
stundum pirraður í maganum en hann sefur samt vært og vaknar bara þegar
hann er svangur. Það heyrist líka bara eitthvað í honum þegar hann er
svangur. Við förum með hann í skoðun á morgun og svo lítur út fyrir að
fái að fara í bað á morgun. Það koma allavega inn nýjar fréttir og
myndir á morgun.
Þangað til er hér ein hressandi myndasaga frá Wulffmorgenthaler. Mér finnst þeir svo ótrúlega fyndnir, enda höfundar Dolph og Wulff sem er tær snilld.

Þangað til er hér ein hressandi myndasaga frá Wulffmorgenthaler. Mér finnst þeir svo ótrúlega fyndnir, enda höfundar Dolph og Wulff sem er tær snilld.

Skrifað af Halldór
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05