26.02.2006 00:23

Afmælisflöh!

Halló fólk,

ég bið ykkur að afsaka þögnina en þannig er mál með vexti að kerfið hrundi eftir að ég setti inn spurninguna í síðustu færslu því allir vildu bjóða okkur í Eurovision partí. Kaldhæðni? Ég veit það ekki. Í öllu falli er nægur tími til að velta fyrir sér hugsanlegum Eurovisionpartíum.

Hins vegar á ég afmæli á mánudaginn og því verður boðið upp á bollukaffi uppí Suðurás á morgun, sunnudag. Veglegar veitingar og Frosti til sýnis. Engin sérstök tímasetning en allir velkomnir. Það er að segja allir sem þekkja okkur eitthvað.

Takk fyrir
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 518
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 247895
Samtals gestir: 37235
Tölur uppfærðar: 1.9.2025 11:33:00