04.03.2006 14:07

Sænskar endur



Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Gaman að því. Líka gaman að eiga afmæli. Stuð að fá pakka og svona.

Við Silja kíktum í bæinn á þriðjudagskvöldið. Fórum út að borða og fengum okkur svo bjór. Heilmikið fjör og gott að komast aðeins út aftur, sérstaklega fyrir Silju. Við fórum á Vegamót og fengum okkur bæði pizzu að borða. Ég mæli með Vegamótum, það eru fáránlega góðar pizzur þar og ekki svo dýrar. Ég er búinn að vera með vatn í munninum síðan þá og næst ætla ég þokkalega að smakka humarpizzuna hjá þeim.

Eftir matinn röltum við á Hressó til að fá okkur öllara og fórum að spjalla um fuglaflensuna á leiðinni. Sérlega viðeigandi þar sem ég var nýbúinn að snæða kjúklingapizzu. Við vorum að tala um hvað það væri ógnvænlegt að heyra að fuglaflensan væri komin til Svíþjóðar. Núna erum við líka hætt að þora að fara niður að tjörn að gefa öndunum brauð því við vitum ekki nema einhverjar þeirra séu með flensu. Mér datt samt í hug að það hlyti að vera hægt að heyra á öndunum hvort þær væru frá Svíþjóð, það heyrist örugglega ekki bra í sænsku öndunum heldur meira brå.

Sjáið ekki alveg fyrir ykkur hóp af sænskum öndum hlaupandi til og frá með hljóðunum brå brå brå BRÅ!!

Harr harr...
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05