08.04.2006 23:10
Spenntur!
Halló fólk!
Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé orðinn spenntur. Fyrir hverju er ég svona spenntur? Ég er svona líka rosalega spenntur fyrir framtíðinni. Í fyrsta lagi er ég farinn að vinna að því að gera eitthvað á listrænu sviði með því hugarfari að koma því á framfæri. Það finnst mér spennandi. Reyndar er ég með mjög metnaðarfulla hugmynd í gangi en það er bara skemmtilegra. Í öðru lagi er ég loksins loksins búinn að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Það finnst mér ennþá meira spennandi. Ég er búinn að svífa af spenningi síðan ég uppgötvaði hvað ég ætla að verða og það sem er skemmtilegast er að það felur í sér samstarf við fólk sem ég elska auk þess sem ?verkefnið" sjálft er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið. Ekki amalegt að geta fengið að vinna við eitthvað ótrúlega skemmtilegt með skemmtilegasta fólkinu. En meira um það seinna...