21.05.2006 22:22
Oh Lordi!

Jæja já, Finnarnir bara! Ha?! Þetta var nú meiri júróvisjónkeppnin. Við erum víst á leið til Finnlands að ári. Lofuðum því í hressleikanum þegar nokkuð var liðið á stigagjöfina að við myndum fara ef þeir ynnu. Verðum að standa við það, ég held að það verði stuð. Finnar eru hressir. Allavega Tomas Lundin.
Niðurstöður komnar úr skoðanakönnununum. Mesti töffarinn er Johnny Depp. Jafnir í öðru sæti eru Chuck Norris og Bob Saget. Bob Saget kemur á óvart verð ég að segja. Dálítið eins og Litháen og Írland í Júróvisjón. Furðulegt að þau lönd hafi fengið stig yfir höfuð. Bob Saget er samt alveg töffari. Bara ekki meiri töffari en Jack White, Nick Cave eða Tom Waits.
Tony Danza rústaði hvað er betr'en að dansa skoðanakönnuninni. Held það sé tími á að þeir battli, Tony og Bob. Allir að taka þátt í þeirri skoðanakönnun.
Nú held ég samt að það sé kominn tími á að ég fari að stalka Dag Kára. Ég ætla sko þokkalega að reyna að fá smáhlutverk í kvikmyndinni sem hann ætlar að gera, maður verður nú að reyna að hitta goðið þegar það kemur á klakann. Tom Waits á Íslandi! Þvílík snargeðveiki!!
Sá The DaVinci Code áðan. Fínasta ræma alveg. Ekki eins slæm og ég bjóst við. Ágæt skemmtun. Dáldið skrýtin klipping samt. Á Tom Hanks það er... harr harr!
Sá V for Vendetta um daginn. Drullufín mynd. Mjög flott.
Var búinn að gleyma hvað það getur verið gaman að fara í bíó. Við ætlum að fara að gera meira af því. Spurning hvaða mynd við kíkjum á næst. Einhverjar hugmyndir?
Annars bið ég bara að heilsa ,vona að ættingjarnir hafi það gott og svona.
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197025
Samtals gestir: 31613
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 15:28:24