27.05.2006 23:15
Blús í júlí
Við Silja erum búin að ákveða að fara norður í land í júlí. Við ætlum
að heimsækja alla ættingja okkar þar og skella okkur á hina árlegu
blúshátíð á Ólafsfirði. Í ár verður hún 6. - 8. júlí og ég hlakka
ekkert smá til að komast aftur á þessa hátíð. Það eru nokkur ár síðan
ég fór síðast en þá var líka súperdúperfjör. Hér
má sjá það sem komið er á dagskrána en það getur verið að eitthvað
bætist við. Svo má alveg gera ráð fyrir workshopi eða djammsessioni
(svo maður noti nú hágæða íslensku). Það er sko ekki leiðinlegt. Ég
mæli með þessari hátíð og það væri ekkert nema tær snilld ef einhver er
í stuði til að koma með okkur. Hvað segið þið um það, eigum við ekki
bara að breyta þessu í eina góða hópferð?
Svo ætluðum við alltaf að nota júlímánuð til þess að skíra Frostaling, svona þar sem ég klára fæðingarorlofið mitt í júlí, en það virðist eitthvað ætla að frestast. Veit ekki alveg hvernig það fer en það kemur allt í ljós. Eins og Declan vinur minn segir alltaf; þetta reddast!
Svo ætluðum við alltaf að nota júlímánuð til þess að skíra Frostaling, svona þar sem ég klára fæðingarorlofið mitt í júlí, en það virðist eitthvað ætla að frestast. Veit ekki alveg hvernig það fer en það kemur allt í ljós. Eins og Declan vinur minn segir alltaf; þetta reddast!
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05