21.11.2007 21:31
Annoy-a-tron

Þetta er tjúttuð græja. Hægt að versla þetta á netinu (hvar annars staðar? fæst allt á þessu interneti) og kostar bara 10 dollara fyrir flutningsgjöld og tollaokur. Sennilega komið upp í 5000 kall eftir toll.
En hvað gerir þessi magnaða græja? Júmm, hún er uppspretta mikillar gleði, sérstaklega á vinnustað. Þú einfaldlega felur þennan litla kubb á góðum stað og kveikir á. Eftir smá tíma byrjar hún að senda frá sér skemmtileg píphljóð. Það er hægt að velja mismunandi tíðnir eða láta græjuna velja tíðni í hvert skipti.
Annoy-a-tron breytir einnig tímanum sem líður á milli pípa. Bara brilliant. Hversu pirrandi er að heyra píp sem maður áttar sig ekki á hvað veldur, hvaðan kemur eða hvenær það kemur? Sérstaklega í svona opnu rými eins og ég vinn í, þá væri þetta náttúrulega bara bjútifúl.
Getið smellt á gripinn til að sjá meira og panta.
Mig langar dáldið í þetta, finnst nafnið alveg sérstaklega skemmtilegt.
Hversu fyndið væri líka að gefa svona í jólagjöf? Kveikja á þessu og pakka svo inn. Það fylgir batterí með og snilldin er náttúrulega að batteríið dugar í 3-4 vikur.
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197089
Samtals gestir: 31627
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:11:37