11.12.2007 13:36

Ekki stela þessari færslu!


Rosalega er desember skemmtilegur mánuður!

Ég geri ráð fyrir að allir séu að komast í óhemjuglæsilegt jólaskap, þökk sé jólamyndalistanum mínum. Búnir að útvega sér The Holiday fyrir kvöldið og baka piparkökur með. Er það ekki? Ég er allavega kominn í jólastuð eins og sést á nýju bloggútliti.

Mér finnst rosalega skemmtilegt að eiga gott efni á DVD, hvort sem eru bíómyndir eða sjónvarpsþættir. Á sumum þeirra kemur þessi auglýsing sem er hér fyrir ofan í hvert skipti sem ég set diskinn í spilarann og get ég þá ekkert gert annað en að horfa á hana til enda áður en ég get byrjað að spila myndina/þættina. Það finnst mér ákaflega pirrandi. Mér finnst þetta frekar skondin leið til að koma skilaboðunum á framfæri, að bögga þá sem raunverulega keyptu sér efnið í stað þess að stela því á netinu. Fær mig eiginlega til að langa frekar til að sækja mér efnið á netinu...

Nóg um það, ég er kominn með jólablönduna í ár. Maltbjór og appelsínubreezer! Einföld snilld, gamla góða jólablandan nema áfeng. Er hægt að biðja um eitthvað betra? Hef reyndar ekki smakkað en kem með stjörnugjöf þegar veður leyfir. Þið getið líka hent á mig kommenti ef þið ákveðið að malla svoleiðis blöndu, t.d. með slæmumyndakvöldinu á föstudaginn. Ef það er eitthvað sem bætir Santa Claus conquers the Martians þá er það áfengi. Held þó að allt áfengið í heiminum dugi ekki til að bæta Jingle All the Way.


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05