13.12.2007 11:04
Breska þingið
Ég vildi að ég væri áskrifandi að stöð sem sýndi beint frá breska þinginu. Það er sko alvöru sjónvarpsefni. Af einhverjum ástæðum náum við Sky News án þess að vera með nokkra áskrift og þar er stundum sjónvarpað beint frá þinginu ef það er eitthvað sérstakt um að vera.
Fyrirkomulagið á breska þinginu er ansi sérstakt og þegar meðlimir þess eru að rökræða hin ýmsu mál er ekki laust við að það fari að minna mann frekar mikið á einhvers konar battl þar sem menn skiptast á að stíga fram og skjóta á hinn aðilann, dyggilega studdur af sínu liði. Þeir sem sitja fyrir aftan eru duglegir að styðja sinn mann með alls kyns köllum og jafnframt láta þeir heyra í sér þegar þeim mislíkar það sem hinn segir. Maður bíður bara eftir því að einhver segi Y'all just mad. Because today, you suckers got served.
Ég legg til að þetta fyrirkomulag verði tekið upp hérna, þá væri gaman að kíkja á áhorfendapalla Alþingis eða horfa á Alþingisrásina.
Hér má sjá The Battle of the Upper Class Twits
Fyrirkomulagið á breska þinginu er ansi sérstakt og þegar meðlimir þess eru að rökræða hin ýmsu mál er ekki laust við að það fari að minna mann frekar mikið á einhvers konar battl þar sem menn skiptast á að stíga fram og skjóta á hinn aðilann, dyggilega studdur af sínu liði. Þeir sem sitja fyrir aftan eru duglegir að styðja sinn mann með alls kyns köllum og jafnframt láta þeir heyra í sér þegar þeim mislíkar það sem hinn segir. Maður bíður bara eftir því að einhver segi Y'all just mad. Because today, you suckers got served.
Ég legg til að þetta fyrirkomulag verði tekið upp hérna, þá væri gaman að kíkja á áhorfendapalla Alþingis eða horfa á Alþingisrásina.
Hér má sjá The Battle of the Upper Class Twits
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197089
Samtals gestir: 31627
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:11:37