23.12.2007 03:11

Jólastuð



Veit ekki hvað það er en mér finnst þessi mynd afskaplega jólaleg. Dáldið eins og jólakveðja frá mr. Waits eða poster fyrir svart/hvíta jólamynd.

Annars er ég kominn í frekar hressilegt jólastuð.

Það má  segja eitt jákvætt um myndina Santa Clause með Tim Allen,  í myndinni var að finna þetta lag með hinum fáránlega hæfileikaríka Michael Bublé.


Ég var að uppgötva gríðarlega skemmtilega þætti. Það eru þættir sem heita QI og koma úr smiðju snillingsins Stephen Fry. Það er hægt að nálgast þættina bæði á alluc og youtube. Mæli með að allir kíki á þá.

Og þar sem nú er komin Þorláksmessa er kominn tími á jólalag allra jólalaga, Silent Night, í flutningi meistara Tom Waits. Smellið á myndina hér að ofan til að njóta og uppfyllist jólaanda og hátíðarskapi. Ef þetta virkar ekki þá mæli ég með að jólunum ykkar verði frestað í ár.

Jólakveðja,
Dóri


Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197089
Samtals gestir: 31627
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:11:37