31.12.2007 15:04

Síðasta færsla ársins



Jæja, þá eru jólin búin. Þau voru bara ansi skemmtileg þetta árið, þrátt fyrir leiðindarveikindabögg. Lítið hægt að gera við því nema reyna að vera hress.

Við fórum í sveitina milli jóla og nýárs, það var mjög gott. Slappað af í góðum félagsskap.

Ég fékk fullt af góðum jólagjöfum, aldrei leiðinlegt að fá skemmtilega jólapakka.

Frá Silju fékk ég flottan Zippo kveikjara og fleyg, pókersett, tattoogjafabréf inní tattoomyndabók og eftirfarandi DVD; Black Books (allar 3 seríurnar), Bill Bailey (3xuppistand), Jimmy Carr (2xuppistand), Ricky Gervais (2xuppistand) og Eddie Izzard (6xuppistand). Heilmikið gaman þar, sérlega skemmtilegt finnst mér að dvd safnið okkar skuli vera að stækka svona. Auk jólagjafanna eru nýlegar viðbætur í safnið allar Jeeves & Wooster seríurnar, A Bit of Fry and Laurie, Hustle, My Name is Earl, Friends og Scrubs. Fyrir eru þó nokkrar Simpsons seríur auk Monty Python snilldarinnar.

Frá Frosta fékk ég disk með handaförum máluðum á, sérdeilis prýðilegt listaverk eftir hann sjálfan. Auk þess fékk ég 3 bækur, Ást æða varps, Blótgælur Kristínar Svövu og Fönixinn hans Eiríks Norðdahl. Aldrei leiðinlegt að fá bækur. Ég fékk líka fleiri bækur í jólagjöf.

Frá mömmu og pabba fékk ég Hníf Abrahams eftir Óttar Martin Norðfjörð. Búinn að lesa hana og hún olli dálitlum vonbrigðum verð ég að segja. Líkindin við Da Vinci Code voru of mikil fyrir minn smekk. Samt ágæt.
Saman fengum við Silja tvær flottar gjafir frá mömmu og pabba, annars vegar hitateppi sem nær frá hálsi og niður bakið. Kemur sér pottþétt mjög vel, Silja er þegar búin að prófa og gefur þessu tvo þumla upp. Hins vegar fengum við bakka undir brauðrétt og hníf við. Gaman að fá eitthvað í búið þótt búið sjálft vanti enn sem komið er. Það kemur þó vonandi hið fyrsta.

Frá tengdó fengum við rafmagns Wok pönnu. Það er víst hægt að grilla á henni og allt mögulegt. Tær snilld.

Frá Ásdísi og þeim fékk ég rúmföt og 2 mjög töff bindi. Alls ekki leiðinlegt

Frá Önnu fékk ég Mugiboogie. Gargandi flott plata.

Frá Elvu, systur Silju, og fjölskyldu fengum við ryksugu. Frosti er líklega manna ánægðastur með það en við erum líka mjög sátt.

Berti, bróðir Silju, og fjölskylda gaf okkur helling af nammi. Ekki leiðinlegt um jólin.

Frá Bandaríkjunum fékk ég mjög flott veski

Frá ömmu og afa fengum við Georg Jensen jólaóróa

Frá fólkinu okkar úr sveitinni fékk ég bókina eftir Þráin Bertels, Englar dauðans minnir mig að hún heiti og The Bourne Ultimatum á dvd.

Frá Hildi fékk ég annað eintak af Fönixinum.

Arngrímur gaf okkur ljóðabók. Því miður alveg stolið úr mér hvaða bók það var en hún er sjálfsagt alveg brilliant.

Síminn ætlar líka að gefa mér jólagjöf en hún er ekki enn komin til landsins (klassísk afsökun en whatthehey), frá þeim fæ ég sem sagt Tívolí útvarp eins og þið gætuð hafa lesið í Fréttablaðinu um daginn.

Ef ég hef gleymt einhverju þá biðst ég innilegarar afsökunar, endilega leiðréttið mig.


Við Silja vorum alveg fáránlega sniðug. Við ákváðum bæði að gefa hinu gjafabréf í tattoo. Ekki nóg með það heldur fórum við á sama stað, House of Pain, og keyptum þar gjafabréf fyrir nákvæmlega sömu upphæð. Ekki heldur nóg með það heldur pökkuðum við því eins inn, földum gjafabréfið inní bók. Eina sem var ekki eins var bókin. Snilld eða hvað?

Þá er bara að halda áfram að vinna, ég ákvað að vera rosalega sniðugur og næla mér í fullt af pening með vinnu  yfir hátíðirnar. Bjóst líka við því að fólk hefði eitthvað þarfara að gera en hringja í 8007000 þessa daga. Ekki aldeilis, fullt af fólki, allt of mikið af því, finnur sér ekkert betra að gera en hringja inn og vera með vesen. Eins gott að það verði ekki margir með vesen á morgun, ég hef margt betra að gera...

Takk fyrir árið, hlakka til að hitta ykkur á því næsta (eða á eftir þau ykkar sem verða á vegi mínum fram að áramótum).
Tívolíbombukveðja,
Dóri
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05