23.06.2008 04:50

Töffness

Sumt fólk er bara töff, þarf ekkert að ræða það neitt frekar. Beck er t.d. töff. Þetta atriðið er megatöff.


Tom Waits er líka megatöff. Ég er að fara að sjá hann í Dublin ef það hefur farið framhjá einhverjum. Ekki lítið spenntur. Hverjum finnst þetta t.d. ekki töff?

Þessi gaur hins vegar, hann langar rosalega mikið til að vera töff. Hann er það hins vegar ekki að mínu mati. Nokkrir hlutir spila þar inní, hann er of mikið að reyna að vera Tom Waits og það gengur bara alls ekki upp (eitt að verða fyrir áhrifum, annað að copy/paste-a lög, texta og stíl), myndbandið er yfirmáta slappt og svo er maðurinn náttúrulega frá Færeyjum þannig að það er kannski ekki við miklu að búast.

Skemmtilegt samt að lögin 3 hér fyrir ofan heita öll Clap Hands.

Næsta lag heitir það hins vegar ekki. Það er hins vegar með afskaplega töff náunga sem þar að auki er írskur, ekki leiðinleg blanda. Ég er að tala um Damien Rice. Við Silja erum mökksvekkt að hafa ekki náð að redda okkur miðum á tónleikana með honum. Ef einhver vill vera súperdúperextragóður við okkur má viðkomandi gefa okkur miða á tónleikana með honum. Það væri vel þegið.
Lagið sem ég ætla að skella inn með honum er snilldin Cheers Darlin' og kemur inn í 2 hlutum. Fyrri hlutinn er sagan á undan laginu, mæli sérlega mikið með þeirri sögu, seinni hlutinn er svo lagið sjálft, mæli einnig sérlega mikið með laginu.


Cheers
Flettingar í dag: 361
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197089
Samtals gestir: 31627
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 19:11:37