02.08.2008 01:45

Hvad getur madur sagt?

Setlistinn a tonleikunum:

Lucinda / Ain't Goin' Down to the Well
Raindogs
Falling Down
On the Other Side of the World
I'll Shoot the Moon
Cemetery Polka
Get Behind the Mule
Cold Cold Ground
Singapore
Circus / Tabletop Joe
God's Away on Business
Tom Traubert's Blues
On the Nickel
Christmas Card From a Hooker in Minnneapolis
Innocent When You Dream
Lie to Me
Hoist that Rag
Bottom of the World
Green Grass
Way Down in the Hole
Metropolitan Glide
Dirt in the Ground
Make it Rain
-
Jesus Gonna Be Here
Eyeball Kid
Time

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

2 timar og 45 minutur, engin pasa nema thegar hann var klappadur upp. Kallinn stjornadi baedi hljomsveit og ahorfendum eins og herforingi og bandid var storkostlegt. Sirkustjaldid og rigning skopudu fullkomid andrumsloft fyrir thad sem eg verd ad segja ad gaetu ekki hafa verid betri TW jomfruartonleikar minir. Eg var i gaesahudartransi allan timann og er ekki enn buinn ad jafna mig.

Maeli med thvi ad allir sem geti fari a Tom Waits tonleka thvi thad er an efa mannbaetandi upplifun. Eg vona bara ad hann se ekki haettur thvi mig langar aftur (og aftur og aftur og aftur og aftur).

27.07.2008 22:50

Event Reminder

Þegar ég opnaði gmailinn minn á fimmtudag blasti við mér fyrirsögnin:

Event Reminder: Tom Waits

Póstur frá Ticketmaster. Ég gat ekki annað en glott dáldið, eins og það þurfi að minna mig á þetta.

Annars alveg fáránlega stutt í þetta, ekki á morgun heldur hinn förum við út og á miðvikudagskvöldið sjáum við Tom Waits.

Svo þurfum við að finna okkur eitthvað að gera fram á mánudag þegar við komum heim aftur. Lúxusvandamál.

12.07.2008 16:36

Smá mont



Kom í póstinum í gær.

Hér má annars sjá fróðlegar upplýsingar um túrinn til þessa. Til dæmis:
- Tom Waits hefur spilað 63 lög á þeim 13 tónleikum sem búnir eru
- einu lögin sem hann hefur spilað á öllum tónleikunum eru opnunarlagið Lucinda/Ain't going down to the well og Way Down in the Hole
- á hverjum einustu tónleikum hefur hann flutt a.m.k. eitt lag sem hann hefur ekki tekið áður á túrnum
- þessi 63 lög koma af 16 mismunandi plötum og skiptast þannig:
Orphans: 5
Real Gone: 8
Alice: 2
Blood Money: 5
Mule Variations: 9
Black Rider: 2
Bone Machine: 7
Big Time: 1
Frank's Wild Years: 3
Rain Dogs: 9
Swordfishtrombones: 4
Heartattack and Vine: 2
Blue Valentine: 1
Small change: 3
Night On Earth: 1
Healing The Divide: 1

04.07.2008 00:36

For I am a raindog too

Ég trúi því ennþá ekki almennilega að ég sé að fara á Tom Waits tónleika í enda þessa mánaðar. Spenntur? Það er understatement of the year.

Sérstaklega þegar ég er búinn að liggja slefandi yfir setlistum af tónleikunum hjá honum og sjá að hann er að taka 20-25 lög á hverjum tónleikum.

Hver hefði til dæmis eitthvað á móti svona tónleikum?

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Lucinda/Ain't Goin Down to the Well
Way Down in the Hole
Falling Down
All the World is Green
Chocolate Jesus
Cemetery Polka
Sins of My Father
16 Shells from a Thirty-Ought Six
Trampled Rose
Cold Cold Ground
November
Black Market Baby
Hoist That Rag
Lucky Day
Innocent When You Dream
Lost in the Harbour
Lie to Me
Misery is the River of the World
Big in Japan
Dirt in the Ground
Make it Rain

Jesus Gonna Be Here
Eyeball Kid
House Where Nobody Lives

Time

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Tónleikar haldnir þann 28. júní í Ohio Theatre, Columbus.

Ekki hefur spennan svo minnkað eftir að myndbönd af tónleikum fóru að detta inn á youtube. Ég hugsa að eftir 2-3 vikur verði ekki hægt að ná miklu sambandi við mig. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?


Þetta er af tónleikum 26. júní. Annars hefjast tónleikarnir hans yfirleitt einhvern veginn svona:


Einhver sem toppar þetta? Hélt ekki. Svo fáum við líka svona stemningu frá honum:


10 ár síðan ég byrjaði að hlusta á kappann og loksins loksins fæ ég að sjá hann á tónleikum. Hallelúja!!

25.06.2008 10:27

Sönn íslensk hetja



Benedikt Lafleur reynir við Ermasund á ný

Sundkappinn Benedikt S. Lafleur, reynir í nótt við sund yfir Ermasund í nótt en hann hygst leggja af stað frá Shakespeare strönd Englandsmegin klukkan 3:00. Þetta er önnur tilraun Benedikts og í þriðja skipti sem hann heldur til Dover til að reyna við Ermarsundið, en í fyrsta skiptið fékk hann ekki að spreyta sig vegna slæms veðurs. Mun Benedikt synda í átt að Calais í Frakklandi á morgun.

Segir í tilkynningu frá Benedikt að veðurhorfur séu prýðilegar næstu tvo daga og af þeim sökum halda sundmenn og áhöfn bjartsýnir í förina. Lagt verður af stað í myrkri en vonandi kemst sundmaður á áfangastað í birtu. Áætlaður tími er allt frá 16 klst. upp í einn sólarhring.

mbl.is

Kappinn! Ætlar að reyna aftur. Gott hjá honum, þýðir ekki að gefast upp.

Þess má annars til gamans geta að leikkonan Doon Mackichan, helst þekkt úr þáttunum Smack the Pony, synti yfir Ermasundið 1998.


Kíkið einnig á einstaklega skemmtilega og glæsilega heimasíðu Benedikts um sundafrek sín. Slóðin er  www.ermasund.is
Þar er m.a. þessi stórkostlegi brandari:

Aðaláhyggjuefni Benedikts í Ermasundinu er að hann á erfitt með að míga í sjónum án þess að botna neins staðar á leiðinni!

Benedikt S. Lafleur sjósundkappi spyr Guð: Hverning get ég migið í sjónum yfir Ermasundið ef ég get ekki botnað neins staðar á leiðinni. Og Guð svarar: Þú stendur bara á einum hvalnum!


Hvernig stendur á því að þessi maður hefur ekki fengið Fálkaorðuna ennþá?

23.06.2008 04:50

Töffness

Sumt fólk er bara töff, þarf ekkert að ræða það neitt frekar. Beck er t.d. töff. Þetta atriðið er megatöff.


Tom Waits er líka megatöff. Ég er að fara að sjá hann í Dublin ef það hefur farið framhjá einhverjum. Ekki lítið spenntur. Hverjum finnst þetta t.d. ekki töff?

Þessi gaur hins vegar, hann langar rosalega mikið til að vera töff. Hann er það hins vegar ekki að mínu mati. Nokkrir hlutir spila þar inní, hann er of mikið að reyna að vera Tom Waits og það gengur bara alls ekki upp (eitt að verða fyrir áhrifum, annað að copy/paste-a lög, texta og stíl), myndbandið er yfirmáta slappt og svo er maðurinn náttúrulega frá Færeyjum þannig að það er kannski ekki við miklu að búast.

Skemmtilegt samt að lögin 3 hér fyrir ofan heita öll Clap Hands.

Næsta lag heitir það hins vegar ekki. Það er hins vegar með afskaplega töff náunga sem þar að auki er írskur, ekki leiðinleg blanda. Ég er að tala um Damien Rice. Við Silja erum mökksvekkt að hafa ekki náð að redda okkur miðum á tónleikana með honum. Ef einhver vill vera súperdúperextragóður við okkur má viðkomandi gefa okkur miða á tónleikana með honum. Það væri vel þegið.
Lagið sem ég ætla að skella inn með honum er snilldin Cheers Darlin' og kemur inn í 2 hlutum. Fyrri hlutinn er sagan á undan laginu, mæli sérlega mikið með þeirri sögu, seinni hlutinn er svo lagið sjálft, mæli einnig sérlega mikið með laginu.


Cheers

29.05.2008 19:57

og oftar en tvisvar

Þessi maður verður í Phoenix Park, Dublin 30. júlí n.k. Þar verð ég líka.

28.05.2008 10:19

Sumt þarf að segja oftar en einu sinni

30. júlí verð ég í Dublin að sjá þennan mann á tónleikum

27.05.2008 10:29

Hvað ætlar þú að gera 30. júlí nk.?

Ég verð allavega í Dublin að sjá þennan mann á tónleikum...

05.05.2008 17:05

YESSSSS!!!!

Djöfull sem einn maður getur verið svalur




Hægt að sjá meira á www.tomwaits.com

Annars er slúðrið á götunni að auk þess að hann sé að fara að túra USA og Evrópu sé kallinn að fara að gefa út nýja plötu í sumar... það væri sannarlega snilld.

29.04.2008 16:08

Back to the future

Sælt veri fólkið.

Við erum flutt í Kópavoginn, Ásbraut 3. Ekkert nema gott um það að segja. Er búinn að mála fullt og skrúfa saman fáránlega mikið af Ikeavörum. Lítur vel út. Endilega kíkið í heimsókn.

Við Silja kíktum á Back to the Future I og II um daginn. Klassamyndir.

Crispin Glover hlýtur samt að teljast einhver sérstakasti listamaðurinn á svæðinu. Tékkið á þessu skemmtilega myndbroti t.d.



Og hér er eitt skemmtilegt lag með Tom Wilson, gaurnum sem lék Biff í BttF myndunum.


18.04.2008 10:31

O, the joy!


True dat

Annars er þessi líka góður:

22.03.2008 11:23

Bilaði heimur



Þeir sem hafa séð Donnie Darko kannast við lagið hér að ofan. Gary Jules að syngja gamla Tears for Fears lagið Mad World. Frekar fallegt lag. Upprunalega myndbandið (og lagið) með Tears er hins vegar tær snilld. Mæli sérstaklega með manninum sem sést út um gluggann dansa sem enginn væri morgundagurinn.




Annars er ekki mikið að frétta, bara vinnavinnavinna yfir páskana. Gríðarlega hressandi. Svo styttist alltaf í Londonferðina okkar, ætlum út í lok júlí. Lendum í London og daginn eftir förum við í lestarferð til 20 þúsund manna smábæjar sem heitir Buxton. Af hverju, spyrjið þið kannski. Jú, til að sjá Jimmy Carr. Ekki hægt að segja annað en ég sé fáránlega spenntur fyrir því.

Annað sem ég er spenntur fyrir er músík. Mig langar rosalega til að byrja að gera eitthvað í músík. Er alltaf að reyna að fá Silju með mér í hin og þessi verkefni og við stefnum á að gera eitthvað saman. Er alltaf að gutla eitthvað á gítarinn og finnst það ótrúlega gaman. Bara verst hvað ég kann lítið. En það á ekki að stoppa mann frá því að halda áfram, bara taka pönkviðhorfið á þetta...

05.02.2008 20:17

Kaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkaltkalt!!!!



Þetta er ég síðustu vikurnar. Það er á svona dögum sem ég velti því fyrir mér hvers vegna við þrjóskumst til að byggja þetta klakasker. Það átti víst að hlýna í gær eða fyrradag en ég komst að því að þar var farið frjálslega með hugtakið að hlýna (allavega að mínu mati) og hið rétta var að frostið átti aðeins að minnka. Ég man ekki hvað er langt síðan ég fór síðast í (napurkaldan) bílinn minn og sá hitatölu sem ekki kom á eftir mínusmerki. Þvílíkt fjör!

En þá verður maður bara að finna sér eitthvað til að hugsa hlýlega til/um. Frosti átti afmæli í gær og hélt heljarinnar afmælisbollukaffi á sunnudaginn. Hægt að sjá mikið af flottum myndum á síðunni hans. Það var gaman að hitta allt fólkið.

Skv. mbl.is var 0°C klukkan 18. Það er aldeilis. Hins vegar var þá 11°C í London. London er skemmtileg borg.

Samt er um að gera að hafa gaman og þá sérstaklega þegar veðrið er ömurlegt. Black Books hentar vel undir þeim kringumstæðum. Fátt sem toppar vel skrifaðar breskar gamanþáttaseríur þegar kemur að því að létta skapið í myrkrinu.

Hér er smá brot af snilldinni.





18.01.2008 10:30

Whitesnake

Jæja, það kostar víst 7900 krónur í stúku á Whitesnake. Bara útsöluverð. Enda skiljanlegt þegar maður lítur á snilld eins og þessa.

eða þessa


Hvað segiði annars? Eitthvað að frétta?

Ég er orðin teiknimyndakarakter, ekki amalegt. Myndi segja að ég væri eins og sambland af Batman og Silent Bob. Eða ekki. Sjáið sjálf HÉR.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 965
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 98777
Samtals gestir: 18634
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 01:46:06