Færslur: 2007 Febrúar

26.02.2007 16:21

Amos Lee



Þetta er Amos Lee. Hann er frekar svalur tónlistarmaður. Hef reyndar ekki hlusta mjög mikið á hann en það sem ég hef heyrt er mjög gott. Þannig að ef einhver er að spá í að gefa mér afmælisgjöf þá sting ég t.d. upp á þessu eða þessu.

Svo er auðvitað lágmarkskurteisi að láta vita ef þú kýst Nei, ég er með gyllinæð í kosningunni hér til hliðar. Hver kaus það?

Kveðja,
Dóri

23.02.2007 12:22

Afmælispartý 3. mars



Þá er það orðið ljóst! Ég ætla að halda upp á 25 ára merkisafmæli mitt laugardaginn 3. mars. Fjörið verður á efri hæðinni á Prikinu og byrjar klukkan 21. Allir velkomnir að kíkja við.

Upphaflega var pæling um að hafa 90's þema og erum við Silja búin að sanka að okkur 7 tímum af 90's tónlist. Hins vegar er aðeins meira möndl að útvega 90's föt og þess vegna erum við hætt við að hafa það þema. Það getur vel verið að það verði e-ð annað þema eða 90's tónlistin látin rúlla samt sem áður (enda vandfundin betri tónlist). Ef það kemur inn nýtt þema þá læt ég vita.

Í öllu falli verður brjálað fjör! Hverjir ætla að kíkja?

Kveðja, Dóri

p.s. ég á reyndar afmæli 27. febrúar og verð eflaust heima allan daginn þannig að ef einhver hefur áhuga á að kíkja í afmæliskaffi þá er það stuð. Bjallið bara ef þið vitið ekki hvar ég á heima.

18.02.2007 12:13

Til hamingju Ásdís og Kári!



Jæja, ég er búinn eignast lítinn frænda. Hann kom í heiminn í fyrradag. Við heimsóttum hann í gær og hann er ekkert smá sætur. Ásdís og Kári eru ótrúleg heppin að eiga svona gullmola. Þið getið smellt á myndina til að fá fleiri myndir og við setjum okkar myndir inn á heimasíðu Frosta við fyrsta tækifæri.

Kveðja,
Dóri

13.02.2007 20:27

Whose line is it anyway?



Snilldarþættir. Væri ekki amalegt að geta keypt þetta...

09.02.2007 14:00

ammlis



Jæja, minni alla á kosninguna hér til vinstri. Það verður spennandi að sjá úrslitin úr þeirri könnun. Endilega látið vita hvað þið kusuð og hvers vegna.

Annars fer nú að líða að stóra afmælinu, maður verður kvartaldar gamall þann 27. febrúar. Okkur datt í hug að bjóða í afmæli og hafa 90's þema. Allir að mæta í neonfötum og blasta 2 unlimited, Haddaway og fleiri ódauðlega snillinga. Hvernig líst fólki á það? Látið heyra í ykkur með það.

Kveðja,
Dóri

02.02.2007 19:06

Rokk og ról


Gaman að sjá að það eru einhverjir sem skoða síðuna, jafnvel þótt ekkert sé bloggað. Ég verð að reyna að gera eitthvað í því. Verst hvað ég hef eitthvað lítið að segja.

Vinnan gengur allavega vel, það er gott að vinna fyrir Símann. Gaman að vinna fyrir fyrirtæki sem augljóslega hefur áhuga á að gera vel við starfsfólkið.

Frosti er búinn að vera lasinn, það er ekki gaman. Raunar má segja að við séum öll  búin að vera frekar slöpp þessar síðustu vikur. En það verður samt stuð á sunnudaginn, þá verður afmæli hjá honum. Ekkert smá sem tíminn flýgur, litla krílið bara orðið eins árs og ekki svo mikið kríli lengur. Samt ótrúlega skemmtilegur og kemur manni sífellt á óvart. Farinn að labba sem enginn væri morgundagurinn og þótt hann sé ekki farinn að tala mikið (þ.e. svo maður skilji, hann blaðrar út í eitt á sinni eigin tungu) þá skilur hann mjög mikið.

Svo er ég genginn í tríó. Ekki þó Ríó Tríó heldur annað tríó. Þetta tríó ætlar að semja tónlist og vera í beinni samkeppni við Ríó Tríó. Ekki samt eins tónlist eða svipaða og Ríó Tríó hefur samið. Það væri fulllangt gengið. Við ætlum heldur ekki að heita Ríó Tríó. Það er bara eitt Ríó Tríó.

Ég vona að þið séuð öll hress. Ekki gleyma litla manninum. Og Ríó Tríó.

Kveðja,
Dóri
  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 196899
Samtals gestir: 31593
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:33:19