Færslur: 2007 Apríl
30.04.2007 20:01
4 vikur í London

Sæl veriði!
Silja var að skoða mynd af Pete Wentz í tölvunni um daginn. Þegar Frosti sá myndina benti hann á skjáinn og sagði hátt og skýrt "Pabba!"
Gaman að því.
Annars ýmislegt búið að gerast frá því síðast, bæði gott og slæmt.
Við spiluðum á okkar fyrstu tónleikum. Eigum enn eftir að finna nafn á hljómsveitina (Fall In Girl var ein uppástunga). Það er skemmtilegt að vera byrjuð á þessu. Bara verst að okkur vantar almennilega aðstöðu. Ef einhver veit um svoleiðis endilega láta okkur vita. Svo vantar okkur líka ennþá bassa. Vitum um einn sem við ætlum að fá lánaðan. Hvenær megum við ná í hann Rósa?
Eftir 4 vikur verðum við Silja stödd í London. Um tíma leit út fyrir að við myndum líka fara á Amy Winehouse tónleika og jafnvel Manic Street Preachers tónleika en svo ákváðum við að taka ekki of mikla sénsa á ebay með það. Erum svona að melta það að mæta á tónleikastaðina og ath. hvort við getum keypt miða fyrir utan.
Vitiði um eitthvað súpermikið fjör í London sem við megum ekki missa af? Til þess er kommentakerfið. Ekki það að við séum ekki komin með nóg að gera fyrir næsta árið en samt fínt að heyra í ykkar hugmyndum ef það er eitthvað sem við höfum ekki rekist á ennþá.
Greinilegt að sumarið er komið, maður finnur það bara á lyktinni. Og heyrir það á fuglasöngnum. Alveg yndislegt.
Skrifað af Halldóri
- 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 196899
Samtals gestir: 31593
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:33:19