01.02.2006 00:47
Sápur og dramatík
Einn af kostum þess að hanga heima og bíða og þurfa ekki að mæta í vinnu eða skóla er að maður upplifir svokallað day time TV,
eða miðdagssjónvarpið eins og ég kalla það. Þar fara fremstar í flokki
sívinsælar sápuóperur. Nú vill svo vel til að við fengum okkur
digitalið fyrir ekki svo löngu síðan og getum því horft á alls konar
mislélegt miðdagssjónvarp meðan við bíðum eftir að litli kútur ákveði
að kíkja í heiminn. Ein mesta snilldin er þó á stöð 2, þættir sem koma
úr heimsálfu sem hefur rifið sápuóperuþemað upp í nýjar hæðir. Þar á ég
að sjálfsögðu við Suður-Ameríku. Þættirnir heita My Sweet Fat Valentina, eða Mi gorda bella
á frummálinu. Tær snilld og það er alveg magnað hvernig hægt er að taka
eftir virkilega slæmum leik á máli sem maður skilur ekki. Mæli með því
að allir skrópi einn dag úr vinnu eða skóla og horfi á þessa snilld. Á
stöð 2 virka daga klukkan 10:20. Mikið af vælandi fólki, dramatískum
augnaráðum, yndislega fáránlegu plotti, fólki að tala við sjálft sig og
fáránlega hallærislega töff sándtrakki. Allt sem prýða má einn þátt.
Sannkallað sjónvarpskonfekt.
Annar kostur er að ég get horft á EM í handbolta þó að það sé sýnt á vinnutíma. Sá til dæmis frábæran leik okkar manna gegn Rússum. Djöfull eru þeir góðir. ÁFRAM ÍSLAND! Leiðinlegt með Alexander samt, hann var að spila vel í þessu móti. Hinir verða bara að taka á og svo vinnum við rest.
Annar kostur er að ég get horft á EM í handbolta þó að það sé sýnt á vinnutíma. Sá til dæmis frábæran leik okkar manna gegn Rússum. Djöfull eru þeir góðir. ÁFRAM ÍSLAND! Leiðinlegt með Alexander samt, hann var að spila vel í þessu móti. Hinir verða bara að taka á og svo vinnum við rest.
Skrifað af Halldór
Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 197054
Samtals gestir: 31619
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 18:50:05