03.02.2006 11:02

ALLT AÐ GERAST... en samt ekki

Jæja, það var nú meiri dagurinn í gær. Silja var búin að vera lasin alla nóttina og um morgunin var hún komin með svo mikinn svima að hún gat varla gengið. Auk þess leið henni eins og hún væri að horfa á sjónvarpið þegar ekkert er í því, þ.e. eintóm snjókorn. Hún átti tíma hjá ljósmóðurinni sinni á heilsugæslunni í Gerðubergi klukkan 13. Hún mældi Silju og fékk hálfgert áfall vegna þess að blóðþrýstingurinn hjá henni var 190/120 sem er slæmt m.a.s. þegar manneskjan er ekki ólétt. Auk þess voru komin 2 stig af próteini í þvaginu þannig að okkur var sagt að drífa okkur beint á spítalann því það þyrfti að leggja Silju inn. Hugsanlega væri hún komin með  meðgöngueitrun. Við brunuðum þangað í hvelli og Silja fór beint í monitor. Það sýndi samt að það var allt í lagi með litla og blóðþrýstingurinn hjá Silju var þá strax kominn niður í  ca. 150/85 sem er nær því sem það er búið að vera hjá henni. Svo var tekin blóðprufa og hún sýndi að það var engin eitrun og engin sýking. Við þurftum því eiginlega bara að bíða og erum ennþá að bíða. Mér var hent heim í gærkvöldi og er á leiðinni aftur á spítalann hvað úr hverju. Heyrði samt í Silju áðan og hún hefur það fínt, biður að heilsa öllum.



Það sem tekur við núna er meiri bið. Læknarnir skoða Silju á eftir og athuga hvernig hún hefur það og svo verður tekin ákvörðun um það hvort hún verði eitthvað sett af stað eða beðið og athugað hvort það gerist eitthvað af sjálfu sér. Það gæti þýtt að hún þurfi að hanga á spítalanum þangað til eitthvað gerist. Hins vegar var hún byrjuð að finna einhverja verki í gærkvöldi sem gætu svo þýtt að hann sé alveg að verða tilbúinn. Það væri ekkert voðalega leiðinlegt ef hann kæmi nú í dag, í dag er nefnilega dagurinn sem Silja hefði átt að fæðast. Svo á Kalli náttúrulega afmæli á morgun og hann var eiginlega búinn að panta hann á sinn afmælisdag. Hannes átti afmæli í gær en hann missti af því. Við vonum bara hið besta og auðvitað óska ég hinum afmælisbörnunum þessa dagana til hamingju með dagana sína.

Ég veit ekki hvort ég kemst eitthvað heim aftur áður en allt fer í gang en hins vegar getið þið fylgst með fréttum á mblogginu mínu. Ég sendi inn myndir og fréttir þangað ef það gerist eitthvað og auðvitað set ég inn mynd af krílinu þegar hann fæðist. Slóðin er 8457252.mblog.is

Kveðja,
Dóri
Flettingar í dag: 7
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 148
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 92076
Samtals gestir: 18170
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 01:52:00