09.03.2006 15:32

Tannlæknafjör

Var að koma frá tannlækni. Er allur dofinn hægra megin í andlitinu, alveg uppfyrir eyra. Stórskrýtin tilfinning. Gat ekki sofið í nótt fyrir verkjum og svo kom í ljós að ég var kominn með rótarbólgu og þarf að fara í rótarfjör. Skemmdin var fjarlægð og hluti af tauginni líka, eintómur gargandi hressleiki. Talandi um hressleika þá veit ég ekki hvað ég hefði gert ef hinn afar hressi tannlæknir minn hefði ekki verið með stillt á Bylgjuna hina hressu. Þá væri ég ekki svona hress núna. Bylgjan bjargaði mér svo sannarlega. Lifi Bylgjan!
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 251
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 92426
Samtals gestir: 18195
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 15:49:33