29.11.2007 15:21

Lagið

Jæja, gaman að fá viðbrögð við jólabloggfærslunni. Annað hefði verið súrt miðað við hvað ég lagði í þessa færslu. Ætli ég hefði ekki neyðst til þess að hætta að blogga ef kommentin hefðu látið á sér standa.

Merkilegt hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann. Stundum jafnast ekkert á við þá andlegu upplifun sem fylgir því að hlusta á ákveðið lag á réttum tíma. Það hljóta allir að kannast við það að eiga lög sem munu alltaf eiga sérstakan stað hjá viðkomandi fyrir það eitt að framkalla eitthvað alveg sérstakt, eitthvað óútskýranlegt.

Það kemur einhverjum sjálfsagt á óvart að það lag sem nær að hreyfa hvað mest við mér er ekki með Tom Waits. Alveg frá því ég heyrði fyrst í laginu The Weeping Song, með Nick Cave and the Bad Seeds hefur það lag haft alveg spes tök á mér sem ég get með engu móti tiltekið nánar. Það er bara eitthvað við þetta lag sem dáleiðir mig, alveg sama hversu oft ég hlusta á það.

Ég fann myndbandið á youtube og er búinn að missa töluna á hversu oft ég hef horft á það síðustu daga. Myndbandið er, eins og lagið sjálft, heillandi á afskaplega undarlegan hátt. Sjaldan hafa 2 menn getað verið jafn afkáralegir og furðulegir en samt yfirmáta svalir og heillandi.

Án þess að ég vilji gera lítið úr þætti Nick Cave í þessu lagi þá er eitthvað við röddina í Blixa sem verður ekki leikið eftir.
Njótið

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 333
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 92002
Samtals gestir: 18163
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 12:50:45