22.12.2008 13:57

Jólajóla



Jæja, það fer að líða að þessum blessuðu jólum. Er einhvern veginn ekki í neinu jólastuði þótt það séu samt nokkrir hlutir sem ég er spenntur fyrir. Ekki hjálpar þessi bölvaða lægð sem virðist vera að skola burt snjónum. Rigning og rok er sennilega versta hugsanlega jólaveður.

Ef jólalag jólalaganna, Silent Night í flutningi Tom Waits, dugar ekki til að koma mér í jólaskap þá gefst ég upp þetta árið. Það er hér:

Tom Waits - Silent Night

Ætla samt ekki að hlusta á það strax, er í vinnunni til 23 í kvöld og það er ekki að auka líkurnar á því að ég finni jólaskapið. Þetta lag er líka svona Þorláksmessu- til aðfangadagslag, helst ekki fyrr. Hlustaði einu sinni á það í september og komst í meira jólaskap þá en ég er í núna.

Þangað til ætla ég að hlusta á þetta lag (The Pogues & Kirsty McCall.- Fairytale of New York - An Irish Christmas - mrvisk ) og leita mér að skemmtilegum jólalögum á youtube. Uppástungur vel þegnar.
Flettingar í dag: 387
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 374
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 93242
Samtals gestir: 18307
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:02:28