17.11.2007 00:36
Tjúttuð færsla
Ég er að hugsa um að taka upp nýjan sið. Bloggsið. Ég ætla að blogga oftar en á 3 mánaða fresti.
Hvernig hljómar það?
Annars vinn ég að því hörðum höndum að koma orðinu tjúttað inn í orðaforða landsmanna. Ég hef fulla trú á því að tjúttað geti orðið svalasta orð íslenskrar tungu fyrr og síðar. Eina sem ég á eftir að útfæra að fullu er merkingin. Ég hef þess vegna verið að máta orðið við hitt og þetta síðustu daga, Silju til mikillar skemmtunnar og alls ekki til nokkurs ama. Hún er bara frekar tjúttuð á því útaf þessu.
Ég mæli því með að þið takið öll upp þetta orð í ykkar daglega máli. Sameinumst í átakinu Tjúttum upp heiminn 2007! Heimurinn þarfnast upptjúttunar.
Megið líka endilega koma með tillögur að notkun. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því þar sem merkingin mun ráðast af notkun og orðið mun finna sér sinn stað í tilverunni. Um það er ég sannfærður. Í dag er tjúttaður dagur.
Talandi um tjúttað, langar að benda á þræltjúttaða þætti sem góðvinir mínir Arngrímur og Jón Örn hafa sent frá sér. Þá má nálgast hérna og bið ég alla um að koma dásemdinni á framfæri. Þetta er þátturinn sem heimurinn hefur beðið eftir. Allir sem eru orðnir leiðir á Agli Helga og hinir 2 líka skoði þessa þætti.
Annars langar mig í svona bol, þetta er tjúttaður bolur

Smellið á bolinn til að sjá hann í upphaflegu umhverfi og einnig ef þið viljið versla ykkur svona bol. Ég hugsa, vinnu minnar vegna, að ég verði að fá mér einn svona. Samt hata ég internetið og sérstaklega þráðlaus internetvandamál. Helvítis internetið. Nei, djók. Internetið er tjúttað.
Kveðjur,
Halldór
p.s. ég veit að tímasetning þessa bloggs er grunsamleg en ég er ekki fullur, ég er að vinna (vúhú!).
Hvernig hljómar það?
Annars vinn ég að því hörðum höndum að koma orðinu tjúttað inn í orðaforða landsmanna. Ég hef fulla trú á því að tjúttað geti orðið svalasta orð íslenskrar tungu fyrr og síðar. Eina sem ég á eftir að útfæra að fullu er merkingin. Ég hef þess vegna verið að máta orðið við hitt og þetta síðustu daga, Silju til mikillar skemmtunnar og alls ekki til nokkurs ama. Hún er bara frekar tjúttuð á því útaf þessu.
Ég mæli því með að þið takið öll upp þetta orð í ykkar daglega máli. Sameinumst í átakinu Tjúttum upp heiminn 2007! Heimurinn þarfnast upptjúttunar.
Megið líka endilega koma með tillögur að notkun. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því þar sem merkingin mun ráðast af notkun og orðið mun finna sér sinn stað í tilverunni. Um það er ég sannfærður. Í dag er tjúttaður dagur.
Talandi um tjúttað, langar að benda á þræltjúttaða þætti sem góðvinir mínir Arngrímur og Jón Örn hafa sent frá sér. Þá má nálgast hérna og bið ég alla um að koma dásemdinni á framfæri. Þetta er þátturinn sem heimurinn hefur beðið eftir. Allir sem eru orðnir leiðir á Agli Helga og hinir 2 líka skoði þessa þætti.
Annars langar mig í svona bol, þetta er tjúttaður bolur

Smellið á bolinn til að sjá hann í upphaflegu umhverfi og einnig ef þið viljið versla ykkur svona bol. Ég hugsa, vinnu minnar vegna, að ég verði að fá mér einn svona. Samt hata ég internetið og sérstaklega þráðlaus internetvandamál. Helvítis internetið. Nei, djók. Internetið er tjúttað.
Kveðjur,
Halldór
p.s. ég veit að tímasetning þessa bloggs er grunsamleg en ég er ekki fullur, ég er að vinna (vúhú!).
Skrifað af Halldóri
16.10.2007 13:02
Frábærasta myndband í heimi
Halló!
Fyrir alla þá fjölmörgu sem koma reglulega hingað inn og þyrstir í meira af mínu stórbrotna bloggi er ég hér með smá glaðning.
Þetta er besta myndband í öllum heiminum. Allt við þetta er frábært, gaurinn sem lítur út eins og He-man, lagið, textinn, fötin sem þau eru í að ógleymdum danshópnum sem fylgir og sannarlega tímamóta dansrútínunni þeirra.
Njótið vel
Fyrir alla þá fjölmörgu sem koma reglulega hingað inn og þyrstir í meira af mínu stórbrotna bloggi er ég hér með smá glaðning.
Þetta er besta myndband í öllum heiminum. Allt við þetta er frábært, gaurinn sem lítur út eins og He-man, lagið, textinn, fötin sem þau eru í að ógleymdum danshópnum sem fylgir og sannarlega tímamóta dansrútínunni þeirra.
Njótið vel
Skrifað af Halldóri
31.08.2007 20:08
Hæ aftur
Jájá, ég er alveg aktívasti bloggarinn.
Langaði samt að deila þessu með ykkur.
Langaði samt að deila þessu með ykkur.
Skrifað af Halldóri
04.05.2007 22:19
Mikið hlakka ég til
Ég get ekki beðið eftir þriðjudagskvöldinu, þá verður sko fjör...
Skrifað af Halldóri
30.04.2007 20:01
4 vikur í London

Sæl veriði!
Silja var að skoða mynd af Pete Wentz í tölvunni um daginn. Þegar Frosti sá myndina benti hann á skjáinn og sagði hátt og skýrt "Pabba!"
Gaman að því.
Annars ýmislegt búið að gerast frá því síðast, bæði gott og slæmt.
Við spiluðum á okkar fyrstu tónleikum. Eigum enn eftir að finna nafn á hljómsveitina (Fall In Girl var ein uppástunga). Það er skemmtilegt að vera byrjuð á þessu. Bara verst að okkur vantar almennilega aðstöðu. Ef einhver veit um svoleiðis endilega láta okkur vita. Svo vantar okkur líka ennþá bassa. Vitum um einn sem við ætlum að fá lánaðan. Hvenær megum við ná í hann Rósa?
Eftir 4 vikur verðum við Silja stödd í London. Um tíma leit út fyrir að við myndum líka fara á Amy Winehouse tónleika og jafnvel Manic Street Preachers tónleika en svo ákváðum við að taka ekki of mikla sénsa á ebay með það. Erum svona að melta það að mæta á tónleikastaðina og ath. hvort við getum keypt miða fyrir utan.
Vitiði um eitthvað súpermikið fjör í London sem við megum ekki missa af? Til þess er kommentakerfið. Ekki það að við séum ekki komin með nóg að gera fyrir næsta árið en samt fínt að heyra í ykkar hugmyndum ef það er eitthvað sem við höfum ekki rekist á ennþá.
Greinilegt að sumarið er komið, maður finnur það bara á lyktinni. Og heyrir það á fuglasöngnum. Alveg yndislegt.
Skrifað af Halldóri
10.03.2007 15:43
I don't wanna grow up!
Þetta er tær snilld. Myndband við lagið I don't wanna grow up. Lagið er eftir Tom Waits og myndbandið eftir Jim Jarmusch.
Skrifað af Halldóri
03.03.2007 09:56
Party Time!

Jæja, partýfjör í kvöld. Asskoti hlakka ég til.
Leikur á eftir. Vinna núna. Sjónvarp bilað. Allir stressaðir yfir leik. Gaman gaman.
Við Silja erum á leiðinni til London 28. maí. Eigum miða á Travis tónleika 29. maí. Það verður crazy magnað fjör. Ég hlakka til. Eins og vindurinn.
Mig langar í tattoo. Er alveg orðinn óður í að fá mér svoleiðis. Er búinn að plana 3 og langar í það fjórða en á eftir að útfæra það betur.
En allavega, vonandi sé ég sem flesta í kvöld.
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
26.02.2007 16:21
Amos Lee

Þetta er Amos Lee. Hann er frekar svalur tónlistarmaður. Hef reyndar ekki hlusta mjög mikið á hann en það sem ég hef heyrt er mjög gott. Þannig að ef einhver er að spá í að gefa mér afmælisgjöf þá sting ég t.d. upp á þessu eða þessu.
Svo er auðvitað lágmarkskurteisi að láta vita ef þú kýst Nei, ég er með gyllinæð í kosningunni hér til hliðar. Hver kaus það?
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
23.02.2007 12:22
Afmælispartý 3. mars

Þá er það orðið ljóst! Ég ætla að halda upp á 25 ára merkisafmæli mitt laugardaginn 3. mars. Fjörið verður á efri hæðinni á Prikinu og byrjar klukkan 21. Allir velkomnir að kíkja við.
Upphaflega var pæling um að hafa 90's þema og erum við Silja búin að sanka að okkur 7 tímum af 90's tónlist. Hins vegar er aðeins meira möndl að útvega 90's föt og þess vegna erum við hætt við að hafa það þema. Það getur vel verið að það verði e-ð annað þema eða 90's tónlistin látin rúlla samt sem áður (enda vandfundin betri tónlist). Ef það kemur inn nýtt þema þá læt ég vita.
Í öllu falli verður brjálað fjör! Hverjir ætla að kíkja?
Kveðja, Dóri
p.s. ég á reyndar afmæli 27. febrúar og verð eflaust heima allan daginn þannig að ef einhver hefur áhuga á að kíkja í afmæliskaffi þá er það stuð. Bjallið bara ef þið vitið ekki hvar ég á heima.
Skrifað af Halldóri
18.02.2007 12:13
Til hamingju Ásdís og Kári!
Jæja, ég er búinn eignast lítinn frænda. Hann kom í heiminn í fyrradag. Við heimsóttum hann í gær og hann er ekkert smá sætur. Ásdís og Kári eru ótrúleg heppin að eiga svona gullmola. Þið getið smellt á myndina til að fá fleiri myndir og við setjum okkar myndir inn á heimasíðu Frosta við fyrsta tækifæri.
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
09.02.2007 14:00
ammlis

Jæja, minni alla á kosninguna hér til vinstri. Það verður spennandi að sjá úrslitin úr þeirri könnun. Endilega látið vita hvað þið kusuð og hvers vegna.
Annars fer nú að líða að stóra afmælinu, maður verður kvartaldar gamall þann 27. febrúar. Okkur datt í hug að bjóða í afmæli og hafa 90's þema. Allir að mæta í neonfötum og blasta 2 unlimited, Haddaway og fleiri ódauðlega snillinga. Hvernig líst fólki á það? Látið heyra í ykkur með það.
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
02.02.2007 19:06
Rokk og ról
Gaman að sjá að það eru einhverjir sem skoða síðuna, jafnvel þótt ekkert sé bloggað. Ég verð að reyna að gera eitthvað í því. Verst hvað ég hef eitthvað lítið að segja.
Vinnan gengur allavega vel, það er gott að vinna fyrir Símann. Gaman að vinna fyrir fyrirtæki sem augljóslega hefur áhuga á að gera vel við starfsfólkið.
Frosti er búinn að vera lasinn, það er ekki gaman. Raunar má segja að við séum öll búin að vera frekar slöpp þessar síðustu vikur. En það verður samt stuð á sunnudaginn, þá verður afmæli hjá honum. Ekkert smá sem tíminn flýgur, litla krílið bara orðið eins árs og ekki svo mikið kríli lengur. Samt ótrúlega skemmtilegur og kemur manni sífellt á óvart. Farinn að labba sem enginn væri morgundagurinn og þótt hann sé ekki farinn að tala mikið (þ.e. svo maður skilji, hann blaðrar út í eitt á sinni eigin tungu) þá skilur hann mjög mikið.
Svo er ég genginn í tríó. Ekki þó Ríó Tríó heldur annað tríó. Þetta tríó ætlar að semja tónlist og vera í beinni samkeppni við Ríó Tríó. Ekki samt eins tónlist eða svipaða og Ríó Tríó hefur samið. Það væri fulllangt gengið. Við ætlum heldur ekki að heita Ríó Tríó. Það er bara eitt Ríó Tríó.
Ég vona að þið séuð öll hress. Ekki gleyma litla manninum. Og Ríó Tríó.
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
26.01.2007 21:27
Hinn mikli bloggari

Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.
Gleðilegt ár og allt það. Ekkert smá sem maður er nú duglegur við bloggið eða þannig.
Ég er allavega kominn í nýja vinnu. Farinn að vinna fyrir Símann. Tæknileg aðstoð í gegnum síma. Það er hresst. Góður andi og gott fyrirtæki. Það er gott.
Er að missa mig yfir HM í handbolta þessa dagana. Helvíti eru þeir góðir.
Hvað er annars að frétta? Slysast einhver enn inn á þessa síðu?
Kveðja,
Dóri
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 196730
Samtals gestir: 31581
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:12:18