Færslur: 2006 Maí

27.05.2006 23:15

Blús í júlí

Við Silja erum búin að ákveða að fara norður í land í júlí. Við ætlum að heimsækja alla ættingja okkar þar og skella okkur á hina árlegu blúshátíð á Ólafsfirði. Í ár verður hún 6. - 8. júlí og ég hlakka ekkert smá til að komast aftur á þessa hátíð. Það eru nokkur ár síðan ég fór síðast en þá var líka súperdúperfjör. Hér má sjá það sem komið er á dagskrána en það getur verið að eitthvað bætist við. Svo má alveg gera ráð fyrir workshopi eða djammsessioni (svo maður noti nú hágæða íslensku). Það er sko ekki leiðinlegt. Ég mæli með þessari hátíð og það væri ekkert nema tær snilld ef einhver er í stuði til að koma með okkur. Hvað segið þið um það, eigum við ekki bara að breyta þessu í eina góða hópferð?

Svo ætluðum við alltaf að nota júlímánuð til þess að skíra Frostaling, svona þar sem ég klára fæðingarorlofið mitt í júlí, en það virðist eitthvað ætla að frestast. Veit ekki alveg hvernig það fer en það kemur allt í ljós. Eins og Declan vinur minn segir alltaf; þetta reddast!


21.05.2006 22:22

Oh Lordi!Jæja já, Finnarnir bara! Ha?! Þetta var nú meiri júróvisjónkeppnin. Við erum víst á leið til Finnlands að ári. Lofuðum því í hressleikanum þegar nokkuð var liðið á stigagjöfina að við myndum fara ef þeir ynnu. Verðum að standa við það, ég held að það verði stuð. Finnar eru hressir. Allavega Tomas Lundin.

Niðurstöður komnar úr skoðanakönnununum. Mesti töffarinn er Johnny Depp. Jafnir í öðru sæti eru Chuck Norris og Bob Saget. Bob Saget kemur á óvart verð ég að segja. Dálítið eins og Litháen og Írland í Júróvisjón. Furðulegt að þau lönd hafi fengið stig yfir höfuð. Bob Saget er samt alveg töffari. Bara ekki meiri töffari en Jack White, Nick Cave eða Tom Waits.

Tony Danza rústaði hvað er betr'en að dansa skoðanakönnuninni. Held það sé tími á að þeir battli, Tony og Bob. Allir að taka þátt í þeirri skoðanakönnun.

Nú held ég samt að það sé kominn tími á að ég fari að stalka Dag Kára. Ég ætla sko þokkalega að reyna að fá smáhlutverk í kvikmyndinni sem hann ætlar að gera, maður verður nú að reyna að hitta goðið þegar það kemur á klakann. Tom Waits á Íslandi! Þvílík snargeðveiki!!

Sá The DaVinci Code áðan. Fínasta ræma alveg. Ekki eins slæm og ég bjóst við. Ágæt skemmtun. Dáldið skrýtin klipping samt. Á Tom Hanks það er... harr harr!

Sá V for Vendetta um daginn. Drullufín mynd. Mjög flott.

Var búinn að gleyma hvað það getur verið gaman að fara í bíó. Við ætlum að fara að gera meira af því. Spurning hvaða mynd við kíkjum á næst. Einhverjar hugmyndir?

Annars bið ég bara að heilsa ,vona að ættingjarnir hafi það gott og svona.

Kveðja,
Dóri

15.05.2006 00:12

Sumarið er komið

Sumarið er svo sannarlega komið. Ekki bara úti í náttúrunni og veðrinu heldur einnig í sjálfum mér. Mér líður vel þessa dagana, er í sólskinsskapi.

Vissulega var frekar skrýtið að fara norður um daginn í jarðarför afa. Sérstaklega þar sem það var svo langt síðan ég kom þangað síðast. Að mörgu leyti var rosalega gott að komast norður og þetta voru fallegir dagar þótt þeir hafi líka verið erfiðir. Það er alltaf erfitt að kveðja.

Síðan ég kom suður hef ég þó fundið sumarið í sjálfum mér og er nú fullur eftirvæntingar. Þetta verður gott sumar.

Vil benda fólki á síðuna Tíu þúsund tregawött, sem er ljóðavefrit í víðasta skilningi. Mjög þarft framtak og skemmtilegt.

Ég er líka loksins kominn í hóp svala fólksins. Ég er orðinn hipp og kúl, ég er trendí, ég er artí, ég er lífið, ég er ekki lengur fáviti, ég er kominn á myspace. Hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þá síðu en þetta er víst málið. Allir eru að gera þetta. Þetta er vinsælla en kókaín og klámpartý. Minns er myspace.com/onefromtheheart, allir að kíkja og adda og bara hafa gaman. Til þess er lífið.

Mig langar hér að enda á einni sléttubandavísu eftir hann Svein frá Elivogum. Hann var hagyrðingur mikill og orti svo:

    Ljómi dagur, grói grund,
    gefist landans hylli,
    hljómi bragur, léttist lund,
    lifi andans snilli.

Orð að sönnu.

Kveðja,
Halldór
  • 1
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 187238
Samtals gestir: 68295
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 22:29:11