Færslur: 2007 Júní

03.06.2007 09:46

Komin frá LondonJæja, þetta var nú meiri ferðin. Algjörlega frábær ferð í alla staði verð ég að segja. Byrjum á aðalfréttunum, þegar við Silja komum heim frá London vorum við ekki lengur (og erum ekki lengur) kærustupar... heldur erum við núna trúlofuð!

Lagið hér fyrir ofan er Flowers in the Window með hljómsveitinni Travis. Við fórum á Travis tónleika í London (í Hammersmith Apollo, leikhúsinu sem Tom Waits spilaði í síðast þegar hann var í London) sem eru bestu tónleikar sem ég hef farið á. Strákarnir í Travis kunna þetta alveg upp á hár og meira til.

Myndbandið er tekið á tónleikum í Manchester viku fyrir tónleikana okkar en þeir tóku lagið á mjög svipaðan hátt á tónleikunum sem við fórum á. Þar sem þetta hefur lengi verið Travis-lagið okkar Silju (skoðið bara textann og hlustið á lagið) sá ég mér leik á borði í miðju lagi og bað Silju um að giftast mér. Auðvitað sagði hún já. Setti það meira að segja ekkert fyrir sig að þar sem ég var ekki búinn að plana þetta var ég ekki með neinn hring tilbúinn.

Við tókum myndir og myndbönd í London, þau koma inn við fyrsta tækifæri.

Við fengum alveg frábært veður, nánast allan tímann. Vorum búin að skoða veðurspár áður en við fórum út og miðað við það átti að vera rigning alla dagana nema einn en það rigndi nánast ekki neitt.

Við gerðum ótrúlega margt á þessum 5 dögum; skoðuðum British Museum og Maddame Tussauds, fórum í Covent Garden og Camden Town, skoðuðum Oxford Street og Piccadilly Circus og margt margt fleira. Náðum engan veginn að klára allt sem okkur langaði að skoða en vitum bara hvað við gerum næst þegar við komum til London.

  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 187254
Samtals gestir: 68295
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 23:23:51