Færslur: 2006 Mars

30.03.2006 23:28

Vinna sminna

Jahámm, sitt hvað búið að gerast síðan síðast. Við þurftum að eyða einni vinnuviku á Barnaspítalanum því Frosti þurfti að fara í aðgerð. Meira um það á síðunni hans. Þetta var ótrúlega erfiður tími, tekur á að horfa upp á barnið sitt svona veikt og finnast maður ekki geta gert neitt. En hann er allur að braggast og byrjaður að þamba mjólk á ný án þess að æla. Svo er hann líka byrjaður að brosa, hjala og hló í fyrsta skiptið núna í kvöld, það er lífið.

Ég er annars byrjaður að vinna aftur, byrjaði á þriðjudaginn. Það er ekki hresst, ég vildi að ég væri ennþá í fæðingarorlofi. Ekki það að vinnan sé slæm í sjálfu sér, ég er alveg sáttur í vinnunni. Vildi bara frekar vera heima hjá fjölskyldunni minni.

Ég skil síðan ekki þessa pælingu hjá Stúdentaleikhúsinu að frumsýna nýja leikritið sitt á miðvikudegi, 5. apríl nánar tiltekið. Við Silja vorum búin að hlakka svo til að komast á almennilegt Stúdentaleikhúsfrumsýningardjamm en svo lítur út fyrir að við komumst ekki einu sinni á frumsýninguna. Skandall! Hlakka samt til að sjá sýninguna.

Svo vil ég senda hamingjuóskir til Myrru og fjölskyldu með hana Láru litlu. Algjört krútt og ég er viss um að hún og Frosti verða góðir vinir.

Jæja, þreytan segir til sín og svefninn kallar. Vona að þið séuð ekki hætt að kíkja hingað inn vegna bloggskorts.

Kveðja,
Dóri

15.03.2006 13:46

Post traumatic stress disorder

Ég veit ekki alveg hver er rétta þýðingin á post traumatic stress disorder (eða ptsd) en það er í öllu falli hrikalegt ástand. Á The Learning Center (www.thelearningcenter.net) stendur til dæmis þetta um ptsd:

Post-Traumatic Stress Disorder (PTSD) is a debilitating condition that follows a terrifying event. Often, people with PTSD have persistent frightening thoughts and memories of their ordeal and feel emotionally numb...

The event that triggers it may be something that threatened the person's life or the life of someone close to him or her. Or it could be something witnessed, such as mass destruction after a plane crash.

Whatever the source of the problem, some people with PTSD repeatedly relive the trauma in the form of nightmares and disturbing recollections during the day. They may also experience sleep problems, depression, feeling detached or numb, or being easily startled.eeing things that remind them of the incident may be very distressing, which could lead them to avoid certain places or situations that bring back those memories. Anniversaries of the event are often very difficult.

Nú hef ég alltaf haldið að til þess að fá ptsd þyrfti maður að lenda í einhverjum ógnvænlega hrikalegum atburði sem hefur áhrif á líf þitt til frambúðar. Aldrei datt mér í hug að hægt væri að fá ptsd við það eitt að fara í bíó. En þar hafði ég rangt fyrir mér.

Fyrir 6 árum síðan var ég ungur og saklaus piltur, laus við allar heimsins áhyggjur og vissi lítið um grimmd alheimsins og miskunnarleysi fólks sem er rotið inn að beini. Ég hafði gaman af lífinu og naut þess að gera eitthvað skemmtilegt, eins og t.d. að fara í bíó. Lífið var líka gott og allt virtist brosa við mér.

Þegar ég sá auglýsta óvissuforsýningu í Regnboganum óraði mig ekki fyrir þeim hörmungum sem senn voru að fara að gerast í mínu lífi. Glaður í bragði og með eftirvæntingu í huga rölti ég í bíóið og keypti mér miða. Spennan jókst eftir því sem leið á daginn og mér fannst þessi áhætta mín gefa nýjan tón, eða blæ, á litróf lífsins. Það var því einn spenntur ég sem settist niður í myrkum bíósal Regnbogans á þessu afdrifaríka föstudagskvöldi árið 2000.

Um leið og myndin byrjaði helltist yfir mig ónotatilfinning því þá kom í ljós að þetta var eina myndin af þremur mögulegum sem mig langaði ekki til að sjá. Ég sat sem lamaður í sætinu mínu og gat mig hvergi  hreyft. Mér leið eins og Alexander de Large úr Clockwork Orange þar sem hann var neyddur til að horfa á sífellt meiri viðbjóð. Ég fann ósýnilega hönd halda mér föstum og galopna augu mín svo ég gat ekkert annað en horft áfram. Myrkrið í salnum varð að skrýmsli sem gleypti mig og hver rammi á tjaldinu virkaði á mig eins og bit frá skrýmslinu meðan það tuggði mig vel og vandlega.

Myndin sem ég er að tala um er að sjálfsögðu Big Momma's House og er afsprengi djöfulsins. Martin Lawrence er sjálfur antikristur og ég er búinn að missa töluna á því hversu oft ég hef vaknað í svitabaði eftir þessa hrikalegu lífsreynslu. Enn í dag fæ ég krampakast og dett í gólfið ef ég sé í ljótt fésið á Lawrence, hvað þá ef ég sé honum bregða fyrir í einhverju sem ég er að horfa á. Að kalla þennan mann grínleikara er sama ónefni og að segja að Adolph Hitler hafi verið mannvinur og jafnréttissinni.

Af hverju er ég að rifja þennan óskapnað upp? Jú, vegna þess að einhverjir rotnir djöflasynir í Hollywood hafa ákveðið að Big Momma's House hafi ekki verið nógu léleg, ekki nógu ill, ekki nógu mannskemmandi. Þess vegna er nú búið að gera Big Momma's House 2! Oh, the humanity!

Og til að bæta gráu ofan á svart er búið að taka út úr dæminu einu ástæðuna fyrir því að ég framdi ekki sjálfsmorð yfir fyrri myndinni, Paul Giamatti. Enda er BMH2 sem stendur í 81. sæti yfir 100 lélegustu myndir allra tíma skv. imdb.com með 2,9 í einkunn.

Það þarf varla að taka það fram en ég ætla ekki að sjá þessa mynd. Aldrei! Ég ætla ekki að sjá hana í bíó og mun forðast þá kvikmyndahúsakeðju sem sýnir hana því ég vil ekki einu sinni sjá sýnishornið úr myndinni. Síðan ég sá fyrri myndina hefur bíóferðum mínum fækkað allsvakalega auk þess sem ég er löngu hættur að þora að láta sjá mig á óvissusýningum.

Ég við því biðja alla sem ég þekki um að forðast þessa mynd þar sem ég óska engum svo ills að sitja í gegnum þessar hörmungar. Það er bara ekki þess virði. Lífið er of stutt.

Kveðja,
Dóri

11.03.2006 20:08

Grímuball og útilegupælingVið Silja fórum á djammið í gær í fyrsta skiptið í rosalega langan tíma. Byrjuðum á grímuballi í Kópavoginum þar sem við vorum Sesar og Kleópatra. Alli og Arngrímur komu með okkur og ég er einmitt búinn að setja inn myndir þaðan í myndaalbúmið. Grímuballið var mjög hresst og margir góðir búningar. Skemmtiatriðin voru mis, fyrst kom Elvisgaur með gítar og söng Bubbalög. Svo komu Pjöllurnar, saumaklúbburinn sem stóð fyrir þessu balli, allar klæddar sem Silvía Nótt og tóku atriðið hennar. Síðast og langsíst kom hljómsveitin Tilþrif (www.tilthrif.is) og spilaði fyrir dansi. Hljómsveitin Tilþrif er nákvæmlega eins og búast má við, ekki góð. Við ákváðum því að yfirgefa staðinn þegar þeir byrjuðu og fórum heim og skiptum um búninga. Síðan fórum við í bæinn og þar var fjör. Drukkum bjór og Arngrímur fékk sér langþráðan Kebab. Í öllu falli var þetta fyrsta djamm okkar í marga mánuði mjög vel heppnað.

Í byrjun þessa árs voru haldnir stórir tónleikar til styrktar íslenskri náttúru. Þið munið kannski eftir þessum tónleikum, allir spiluðu á þeim. Fullt af frægu fólki allavegana. Ég fór ekki en langaði frekar mikið. Mér fannst þó mjög fyndið að lesa það í einhverju blaði að eftir tónleikana hefði hópur af tónlistarfólki sem spilaði á þeim farið á Ölver í karaoke. Meðal nafna voru Björk og Jónsi í Sigurrós. Ég sá alveg fyrir mér þetta artífartílið standa uppá Ölversviðinu að taka týpískustu karaokelög í heimi. Svo vorum við Silja á rúntinum í fyrradag þegar mér datt í hug ennþá fyndnari pæling. Sigurrós í tjaldútilegu að taka alla helstu útileguslagara Íslands! En verandi kóngar artífartí/krútt-fólksins þá spila þeir lögin ekki á gítar heldur spilar einn þeirra á grjót sem hann hefur safnað úr nágrenninu, annar spilar á tjöldin með fiðluboga á meðan sá þriðji spilar á hina gaurana eða eitthvað álíka steikt. Og þannig taka þeir öll helstu Bubbalögin, Sálarlögin og svo auðvitað Rangur maður. Snilld! Gleymd'essu maður.

Ég hélt annars að lazeraðgerðir á augum ætti að bæta sjónina en hjá sumum virðist hún brengla hana. Nema kannski það sé eitthvað annað sem rugli í fólki...

09.03.2006 15:32

Tannlæknafjör

Var að koma frá tannlækni. Er allur dofinn hægra megin í andlitinu, alveg uppfyrir eyra. Stórskrýtin tilfinning. Gat ekki sofið í nótt fyrir verkjum og svo kom í ljós að ég var kominn með rótarbólgu og þarf að fara í rótarfjör. Skemmdin var fjarlægð og hluti af tauginni líka, eintómur gargandi hressleiki. Talandi um hressleika þá veit ég ekki hvað ég hefði gert ef hinn afar hressi tannlæknir minn hefði ekki verið með stillt á Bylgjuna hina hressu. Þá væri ég ekki svona hress núna. Bylgjan bjargaði mér svo sannarlega. Lifi Bylgjan!

09.03.2006 01:52

GrímuballVið Silja erum að fara á grímuball á föstudaginn. Spurning hvort þetta sé búningurinn, hvað finnst ykkur?

04.03.2006 14:07

Sænskar endurTakk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Gaman að því. Líka gaman að eiga afmæli. Stuð að fá pakka og svona.

Við Silja kíktum í bæinn á þriðjudagskvöldið. Fórum út að borða og fengum okkur svo bjór. Heilmikið fjör og gott að komast aðeins út aftur, sérstaklega fyrir Silju. Við fórum á Vegamót og fengum okkur bæði pizzu að borða. Ég mæli með Vegamótum, það eru fáránlega góðar pizzur þar og ekki svo dýrar. Ég er búinn að vera með vatn í munninum síðan þá og næst ætla ég þokkalega að smakka humarpizzuna hjá þeim.

Eftir matinn röltum við á Hressó til að fá okkur öllara og fórum að spjalla um fuglaflensuna á leiðinni. Sérlega viðeigandi þar sem ég var nýbúinn að snæða kjúklingapizzu. Við vorum að tala um hvað það væri ógnvænlegt að heyra að fuglaflensan væri komin til Svíþjóðar. Núna erum við líka hætt að þora að fara niður að tjörn að gefa öndunum brauð því við vitum ekki nema einhverjar þeirra séu með flensu. Mér datt samt í hug að það hlyti að vera hægt að heyra á öndunum hvort þær væru frá Svíþjóð, það heyrist örugglega ekki bra í sænsku öndunum heldur meira brå.

Sjáið ekki alveg fyrir ykkur hóp af sænskum öndum hlaupandi til og frá með hljóðunum brå brå brå BRÅ!!

Harr harr...
  • 1
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 187263
Samtals gestir: 68295
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 23:58:06