Færslur: 2009 Mars

22.03.2009 20:57

2 legendsDansa, hvað er betr'en að dansa? Jú, Tony Danza. Snillingurinn úr Who's the Boss og annarri hverri fjölskylduföstudagsRÚVmynd frá Disney. Hver man ekki eftir honum í nútímaútgáfunni af Örkinni hans Nóa?

Scott Bakula þekkja flestir enda farið á kostum í þáttunum Quantum Leap, sællar minningar, auk þess að eiga stórleik í þáttunum Mr. & Mrs. Smith, Murphy Brown og myndum eins og A Passion to Kill, Nowhere to Hide, NetForce, In the Shadow of a Killer, For Goodness Sake og stórmyndinni Role of a Lifetime svo aðeins örfáar séu nefndar.

Hvernig væri nú að fá þessa menn aftur almennilega í gang? Ég sé fyrir mér þá tvo í gríðarhressum tvíeykisgamanþáttum sem væru eins og sambland af Who's the Boss og Quantum Leap. Með þessa tvo saman í þáttum getur það ekki klikkað og söguþráðurinn nánast skrifar sig sjálfur.

Spurning um að stofna Facebook grúppu?

Vil annars sérstaklega benda á síðuna DailyDanza.com, ég fann hana í gegnum twitter.com (www.twitter.com/TonyDanza fyrir aðra sem nota twitter.com) og fékk þessa hugljómun í kjölfarið. Scott Bakula má skoða mun mun betur á síðunni ScottBakulaOnline.com - tjékkit!

12.03.2009 13:38

Vefverslun Halldórs

Bætti við nýrri síðu, Vefverslun Halldórs. Endilega skoðið hvað þar er í boði. Eitthvað fyrir alla!

Kveðja,
Halldór Marteinsson stórkaupmaður

11.03.2009 16:11

Fjör í bloggheimum

Sælt veri fólkið,

ætli einhver kíki ennþá hingað inn? Allavega er ég búinn að skella inn Twitternum mínum hér til hliðar og stefni á að setja eitthvað meira hérna inn. Twitter er snilld, aðallega út af snillingum eins og þessum, þessum og þessum.

Átti annars góða helgi, fórum í sveitina og svona. Var í fríi í 5 daga sem er aldrei leiðinlegt.

Öfunda líka Önnu litlu systur mína, frétti af henni að borða grillaðan hádegismat í 20 stiga hita. Hér rétt slefar hann yfir frostmark á góðum degi og alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir grillaðan hádegismat.
  • 1
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 187249
Samtals gestir: 68295
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 23:01:07