Færslur: 2008 Júní

25.06.2008 10:27

Sönn íslensk hetja



Benedikt Lafleur reynir við Ermasund á ný

Sundkappinn Benedikt S. Lafleur, reynir í nótt við sund yfir Ermasund í nótt en hann hygst leggja af stað frá Shakespeare strönd Englandsmegin klukkan 3:00. Þetta er önnur tilraun Benedikts og í þriðja skipti sem hann heldur til Dover til að reyna við Ermarsundið, en í fyrsta skiptið fékk hann ekki að spreyta sig vegna slæms veðurs. Mun Benedikt synda í átt að Calais í Frakklandi á morgun.

Segir í tilkynningu frá Benedikt að veðurhorfur séu prýðilegar næstu tvo daga og af þeim sökum halda sundmenn og áhöfn bjartsýnir í förina. Lagt verður af stað í myrkri en vonandi kemst sundmaður á áfangastað í birtu. Áætlaður tími er allt frá 16 klst. upp í einn sólarhring.

mbl.is

Kappinn! Ætlar að reyna aftur. Gott hjá honum, þýðir ekki að gefast upp.

Þess má annars til gamans geta að leikkonan Doon Mackichan, helst þekkt úr þáttunum Smack the Pony, synti yfir Ermasundið 1998.


Kíkið einnig á einstaklega skemmtilega og glæsilega heimasíðu Benedikts um sundafrek sín. Slóðin er  www.ermasund.is
Þar er m.a. þessi stórkostlegi brandari:

Aðaláhyggjuefni Benedikts í Ermasundinu er að hann á erfitt með að míga í sjónum án þess að botna neins staðar á leiðinni!

Benedikt S. Lafleur sjósundkappi spyr Guð: Hverning get ég migið í sjónum yfir Ermasundið ef ég get ekki botnað neins staðar á leiðinni. Og Guð svarar: Þú stendur bara á einum hvalnum!


Hvernig stendur á því að þessi maður hefur ekki fengið Fálkaorðuna ennþá?

23.06.2008 04:50

Töffness

Sumt fólk er bara töff, þarf ekkert að ræða það neitt frekar. Beck er t.d. töff. Þetta atriðið er megatöff.


Tom Waits er líka megatöff. Ég er að fara að sjá hann í Dublin ef það hefur farið framhjá einhverjum. Ekki lítið spenntur. Hverjum finnst þetta t.d. ekki töff?

Þessi gaur hins vegar, hann langar rosalega mikið til að vera töff. Hann er það hins vegar ekki að mínu mati. Nokkrir hlutir spila þar inní, hann er of mikið að reyna að vera Tom Waits og það gengur bara alls ekki upp (eitt að verða fyrir áhrifum, annað að copy/paste-a lög, texta og stíl), myndbandið er yfirmáta slappt og svo er maðurinn náttúrulega frá Færeyjum þannig að það er kannski ekki við miklu að búast.

Skemmtilegt samt að lögin 3 hér fyrir ofan heita öll Clap Hands.

Næsta lag heitir það hins vegar ekki. Það er hins vegar með afskaplega töff náunga sem þar að auki er írskur, ekki leiðinleg blanda. Ég er að tala um Damien Rice. Við Silja erum mökksvekkt að hafa ekki náð að redda okkur miðum á tónleikana með honum. Ef einhver vill vera súperdúperextragóður við okkur má viðkomandi gefa okkur miða á tónleikana með honum. Það væri vel þegið.
Lagið sem ég ætla að skella inn með honum er snilldin Cheers Darlin' og kemur inn í 2 hlutum. Fyrri hlutinn er sagan á undan laginu, mæli sérlega mikið með þeirri sögu, seinni hlutinn er svo lagið sjálft, mæli einnig sérlega mikið með laginu.


Cheers
  • 1
Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 90574
Samtals gestir: 17986
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:04:19