Færslur: 2007 Nóvember

29.11.2007 15:21

Lagið

Jæja, gaman að fá viðbrögð við jólabloggfærslunni. Annað hefði verið súrt miðað við hvað ég lagði í þessa færslu. Ætli ég hefði ekki neyðst til þess að hætta að blogga ef kommentin hefðu látið á sér standa.

Merkilegt hversu mikil áhrif tónlist getur haft á mann. Stundum jafnast ekkert á við þá andlegu upplifun sem fylgir því að hlusta á ákveðið lag á réttum tíma. Það hljóta allir að kannast við það að eiga lög sem munu alltaf eiga sérstakan stað hjá viðkomandi fyrir það eitt að framkalla eitthvað alveg sérstakt, eitthvað óútskýranlegt.

Það kemur einhverjum sjálfsagt á óvart að það lag sem nær að hreyfa hvað mest við mér er ekki með Tom Waits. Alveg frá því ég heyrði fyrst í laginu The Weeping Song, með Nick Cave and the Bad Seeds hefur það lag haft alveg spes tök á mér sem ég get með engu móti tiltekið nánar. Það er bara eitthvað við þetta lag sem dáleiðir mig, alveg sama hversu oft ég hlusta á það.

Ég fann myndbandið á youtube og er búinn að missa töluna á hversu oft ég hef horft á það síðustu daga. Myndbandið er, eins og lagið sjálft, heillandi á afskaplega undarlegan hátt. Sjaldan hafa 2 menn getað verið jafn afkáralegir og furðulegir en samt yfirmáta svalir og heillandi.

Án þess að ég vilji gera lítið úr þætti Nick Cave í þessu lagi þá er eitthvað við röddina í Blixa sem verður ekki leikið eftir.
Njótið

24.11.2007 02:52

JólafærslaJæja, held það sé kominn tími á jólabloggfærslu. Í tilefni þess að nú er mánuður til jóla ætla ég að koma með góða jólamyndapælingu.

Athugið að ég er búinn að uppfæra þessa færslu verulega. Nú eru komnir youtube hlekkir við allar myndirnar. Einnig er hægt að smella á allar myndirnar í færslunni til að fá frekari upplýsingar. Njótið vel. Ég held ég hafi aldrei lagt jafnmikið í eina bloggfærslu.

Hér er ég með uppskrift að góðum aðdraganda jóla, ein jólamynd á dag kemur jólaskapinu í jólalag.

Einn, tveir og bingó!

laugardagurinn 1. desember
Home Alone


Ekki slæm mynd að byrja á. Nostalgía fyrir alla sem sáu þessa mynd fyrir 17 árum. Macaulay Culkin heitasta barnastjarnan á svæðinu og ýktur leikurinn gerist ekki betri. Joe Pesci og Daniel Stern í fantaformi. Hvað varð annars um Daniel Stern?
Söguþráðurinn ákaflega jólalega barnalegur og skemmtilegur.

Tilvitnunin: Keep the change ya filthy animal!

Youtube:
Hryllingsmyndin Home Alone?
Stutt útgáfa af myndinni
Kevin pantar pizzu

sunnudagurinn 2. desember (fyrsti í aðventu)
Edward Scissorhands


Þessi er klassísk. Sumir eru kannski ekki sammála um að kalla þetta jólamynd en þetta er vissulega jólaleg mynd og mér finnst hún eiga fullt erindi hérna. Hún er líka bara svo falleg og skemmtileg og tilvalin til að koma manni í ákveðið  hátíðarskap. Tim Burton og Johnny Depp klikka svo sannarlega ekki.

Tilvitnun: You see, before he came down here, it never snowed. And afterwards, it did. If he weren't up there now... I don't think it would be snowing. Sometimes you can still catch me dancing in it.

Youtube:
Kvikmyndasýnishornið
Johnny Depp spjallar um Edward
Sviðsuppsetning af myndinni

mánudagurinn 3. desember
Die Hard


Jóladínamítið mætt á svæðið. John McClane í hörkustuði í jólapartýi aldarinnar. Ekki síðri er Alan Rickman í hlutverki eins eftirminnilegasta illmennis á hvíta tjaldinu, Hans Gruber. Bara spenna, bara fjör og svo jólin þarna líka. Ein skotheld.

Tilvitnun (myndin sjálf er ein tilvitnun frá byrjun til enda en ég valdi eina góða frá meistara Alan Rickman): I wanted this to be professional, efficient, adult, cooperative. Not a lot to ask. Alas, your Mr. Takagi did not see it that way... so he won't be joining us for the rest of his life. We can go any way you want it. You can either walk out of here... or be carried out. But have no illusions. We are in charge. So decide now, each of you. And please remember: we have left nothing to chance.

Youtube:
Sýnishornið
Ballaðan um John McClane
Hans Gruber (fyrir Silju)

þriðjudagurinn 4. desember
Die Hard 2: Die Harder


John McClane snýr aftur og aftur eru jól þegar hann lendir í miðjum hasar. Ekki jafngóð og fyrsta myndin í seríunni enda enginn Alan Rickman en þessi er samt fín jólahasarmynd. Þemað í þessari viku klárt; hasar.

Tilvitnun: Yippie-kay-yay, motherfucker.

Youtube:
Yippie-kay-yay, motherfucker
Ben Stiller í Die Hard 12: Die Hungry
Gaur búinn að klippa sig inn í sýnishorn myndarinnar

miðvikudagurinn 5. desember
Lethal Weapon


Hasarinn heldur áfram nema að þessu sinni er það tvíeykið Riggs og Murtaugh sem bjargar jólunum. Gary Busey á (sjaldséða) góða spretti sem illmennið Mr. Joshua en senunni er samt stolið af stórfenglegri sítt að aftan hárgreiðslu Mel Gibson.

Tilvitnun: I'm too old for this shit!

Youtube:
Sýnishornið (80's alert!)
Upphaflega opnunaratriðið sem átti að vera í myndinni
Jólaslagsmálin

fimmtudagurinn 6. desember
Hostile Hostages (aka The Ref)

Ég man eftir þessari mynd sem Hostile Hostages en það er víst bara aukanafn þar sem opinbert nafn þessarar myndar er The Ref. Ef mig minnir rétt er hún samt á nafninu Hostile Hostages í leigum hér á landi. Denis Leary mættur á svæðið sem verulega pirraður (hvað annað?) þjófur sem rænir verulega pirrandi hjónum. Hjónin leikin af Judy Davis (sem getur verið verulega pirrandi) og Kevin Spacey (góður eins og ávallt). Skemmtilega pirrandi jólastemning.

Tilvitnun: From now on, the only person who gets to yell is me. Why? Because I have a gun. People with guns get to do whatever they want. Married people without guns - for instance - you - DO NOT get to yell. Why? NO GUNS! No guns, no yelling. See? Simple little equation.

Youtube:
Atriði úr myndinni
Annað atriði, skemmtilegt jólaborðhald
Denis Leary á þýsku

föstudagurinn 7. desember
Bad Santa


Hvað er jólalegra en Billy Bob Thornton sem drykkfeldur og geðvondur jólasveinn sem rænir verslanirnar sem hann vinnur í á jólanótt? Ekki margt. Algjör jólasnilld með góðum boðskap þarna undirliggjandi.

Tilvitnun: I've been to prison once, I've been married - twice. I was once drafted by Lyndon Johnson and had to live in shit-ass Mexico for 21/2 years for no reason. I've had my eye socket punched in, a kidney taken out and I got a bone-chip in my ankle that's never gonna heal. I've seen some pretty shitty situations in my life, but nothing has ever sucked more ass than this!

Youtube:
Sýnishornið úr myndinni
Stutta útgáfan
Sýnishornið með rússneskri þýðingu

laugardagurinn 8. desember
Mixed Nuts


Steve Martin í aðalhlutverki í þessari flippuðu jólamynd sem fjallar um fólk sem starfar eða tengist hjálparlínu, eins konar vinalínu. Juliette Lewis og Adam Sandler eru meðal þeirra sem leika kostulega karaktera í þessari frekar furðulegu sögu. Ber nafn með rentu en er þessi virði að kíkja á.

Tilvitnun: Just remember that in every pothole there is hope. Well, you see, pothole is spelled P-O-T-H-O-L-E. So if you take the P, and add it to the H, the O, and the E, and rearrange the letters... or contrariwise, you remove the O, T, and the L, you get "hope". So, just remember, in every pothole there is hope!

Youtube:
Steve Martin spilar á banjó
Steve Martin syngur með Johnny Cash og Kris Kristofferson í jólaþætti 1978
Adam Sandler syngur Chanukah lagið

sunnudagurinn 9. desember (annar í aðventu)
White Christmas


Eftir allan hasarinn og geðveikina í vikunni er ágætt að taka smá gamaldags dans- og söngvamynd á sunnudegi. Þetta er mynd frá 1954 í tecnicolor skartar þeim Bing Crosby og Rosemary Clooney í stórum hlutverkum. Lögin eru eftir Irving Berlin og dansrútínurnar eftir Bob Fosse. Ást og söngur og dans og Bing Crosby og hvít jól, er hægt að biðja um eitthvað meira?

Tilvitnun: When what's left of you gets around to what's left to be gotten, what's left to be gotten won't be worth getting, whatever it is you've got left.

Youtube:
White Christmas úr myndinni
Dansatriði úr myndinni
Michael Bolton flytur White Christmas (hárið!!!)

mánudagurinn 10. desember
Bridget Jones's Diary


Ástin heldur áfram í þessari. Brilliant feel-good mynd svo maður noti nú gott slangur. Flott til að koma manni í jólagír.

Tilvitnun: Resolution #1: uggg - will obviously lose 20 lbs. #2: always put last night's panties in the laundry basket. Equally important: will find nice sensible boyfriend and stop forming romantic attachments to any of the following: alcoholics, workoholics, sexaholics, commitment-phobics, peeping toms, megalomaniacs, emotional fuckwits, or perverts. Will especially stop fantasizing about a particular person who embodies all these things.

Youtube:
Sýnishornið
All by Myself úr myndinni
Alvöru slagsmálaatriði

þriðjudagurinn 11. desember
The Holiday


Rómantíska vikan heldur áfram með The Holiday. Bandarísk kona fer í frí til London á meðan bresk kona fer til L.A. Báðar konurnar hitta menn og ástin og allt það. Jólajólarómó to the max. Eru ekki jólin líka til þess að missa sig í rómantík?

Tilvitnun: It's Christmas Eve and we are going to go celebrate being young and being alive

Youtube:
Sýnishornið
Gagnrýni um myndina frá filmbuff83
Jack Black í Lord of the Rings

miðvikudagurinn 12. desember
The Family Man


Ekta jóla-hvað-ef-mynd með Nicolas Cage í hlutverki harðsvíraðs bisnessmanns sem fær heimsókn frá jólaandanum Don Cheadle og fær að sjá hvernig lífið væri hefði hann valið fjölskylduleiðina. Allar jólaklisjurnar í bókinni en það er líka nákvæmlega það sem maður biður um.

Tilvitnun: I'm sorry that I used to be such a saint back then, and I'm such a *prick* now!

Youtube:
Sýnishornið
Brot úr myndinni
Ítalskt flipp með myndina

fimmtudagurinn 13. desember
Trapped in Paradise


Spaugþríeykið Nicolas Cage, Dana Carvey og Jon Lovitz leika 3 smákrimmabræður sem festast í litlum bæ yfir jólin og enginn getur giskað á framhaldið - eða þannig. Ein af þessum litlu jólaklisjum sem ylja manni eins og heitt súkkulaði með rjóma.

Tilvitnun: This is your basic yoga, I learned it in prison. It's good for stressful situations like this bank robbery, or if you're ever in prison and you're surrounded by ten men, helps relax you.

Youtube:
Brot úr myndinni
Japönsk auglýsing með Nicolas Cage
Amerísk auglýsing með Jon Lovitz og Dana Carvey

föstudagurinn 14. desember
slæmumyndakvöld


Slæmar myndir geta verið góðar myndir og stundum er fátt skemmtilegra en að horfa á virkilega slæma mynd. Hérna koma 4 sem gætu verið skemmtilega lélegar.
Fyrsta er Black Christmas, sem reyndar er til í 2 útgáfum. Fyrri er frá 1974 og svo er endurgerð frá 2006. Fjallar um raðmorðingja í jólaskapi sem slátrar stelpum í systrafélagi. Michael Myers í jólafríi
Næst kemur Breakaway (aka Christmas Rush), Dean Cain er lögga sem tekur lögin í sínar hendur. Ef það er ekki nóg til að vekja áhuga þá leikur sjálfur Eric Roberts í myndinni.
Þriðji valmöguleikinn er Jingle All the Way með hjartaknúsaranum og ríkisstjóravöðvatröllinu Arnold í aðalhlutverki. Fjallar um hinn sanna jólaanda, að kaupa besta jóladótið. Uppfull af frábærum grínistum eins og Sinbad og Jim Belushi. Reyndar vert að minnast á Phil Hartman, gæti verið gaman að sjá hann í öðru hlutverki en sem raddir snilldarkarakteranna Troy McClure og Lionel Hutz.
Síðasti, og sannarlega sísti, möguleikinn  er  hörmungarepíkin  Santa Claus Conquers the Martians frá 1964. Ég held að titillinn segi allt sem segja þarf. Þetta er snilld á sama stalli og Plan 9 from outer space.
Þetta ætti að gefa nokkuð góða valmöguleika fyrir slæmumyndakvöldið. Spurning hvort það sé nokkuð hægt að velja á milli þessara mynda.

Tilvitnun: Ég trúi ekki að ég sé að horfa á þessa mynd!

Youtube:
Black Christmas upprunalega sýnishornið
Hasaratriðabrot með sjálfum Dean Cain (eitthvað af því úr Breakaway)
Jingle All the Wii
Klassísk jólamyndasýnishorn, þar á meðal Santa Claus Conquers the Martians

laugardagurinn 15. desember
The Chronicles of Narnia: The Lion, The Witch and the Wardrope


Klassískt ævintýri með mikilli skírskotun í jólin. Fátt betra á laugardegi en að missa sig í ævintýraheim í rúmlega 2 tíma. Myndin var að vísu dálítil vonbrigði komandi á eftir Lord of the Rings þríleiknum og stenst illa samanburð við t.d. Harry Potter myndirnar en þetta er klassísk saga þrátt fyrir það.

Tilvitnun: If the Witch understood the true meaning of sacrifice, she would have interpreted the deep magic differently. That when a willing victim who has committed no wrong, offers himself in a traitor's stead, the stone table will crack, and death itself will go backwards.

Youtube:
Sýnishornið
Legóútgáfa
Misheppnaðar tökur úr myndinni

sunnudagurinn 16. desember (þriðji í aðventu)
Miracle on 34th Street


Varúð - svart/hvít mynd! Þetta er jólaklassík. Skal ekki undir neinum kringumstæðum ruglast á þessari og endurgerð og ber að forðast endurgerðina eftir öllum ráðum. Upprunalega útgáfan er hins vegar jólamynd eins og þær gerast bestar. Persónulega finnst mér það að myndin sé svart/hvít gefa henni extra jólafíling. Sagan er líka falleg og boðskapurinn eins góður og þeir verða. Allir ættu að sjá þessa mynd!

Tilvitnun: You see, Mrs. Walker, this is quite an opportunity for me. For the past 50 years or so I've been getting more and more worried about Christmas. Seems we're all so busy trying to beat the other fellow in making things go faster and look shinier and cost less that Christmas and I are sort of getting lost in the shuffle.

Youtube:
Sýnishornið
Brot úr myndinni, búið að lita filmuna
Gluggaútstilling í Macy's New York 2006 var byggð á myndinni

mánudagurinn 17. desember
Jack Frost


Sennilega enn ein dæmalausa klisjan en það er samt einhver vottur af frumleika í hugmyndinni um pabbann sem snýr aftur sem snjókall til að geta verið með syni sínum um jólin. Kannski er það bara jólaskapið sem fær mann til að halda í vonina.

Tilvitnun: My balls are freezin! I never thought I'd say THAT with a smile on my face.

Youtube:
Brot úr myndinni
Rússneskt ævintýri með sama nafni
Bresk hryllingsmynd með sama nafni

þriðjudagurinn 18. desember
The Polar Express


Teiknimynd sem lítur út eins og Coca Cola jólaauglýsing um töfralest sem ferðast á norðurpólinn. Hljómar eins og sleðabjöllur í mínum eyrum. Tom Hanks í aðalhlutverki.

Tilvitnun: The thing about trains... it doesn't matter where they're going. What matters is deciding to get on.

Youtube:
Sýnishornið
Sýnishornið ef þetta væri spennumynd
Coca Cola jólaauglýsing

miðvikudagurinn 19. desember
Elf


Skemmtileg ný sýn á jólasveinalífið þar sem Will Ferrell fer á kostum í hlutverki sínu sem maður alinn upp af álfum á verkstæði jólasveinsins. Heldur svo af stað í borgina að leita að alvöru pabba sínum. Góður jólaboðskapur fylgir að sjálfsögðu en myndin er bráðfyndin og hress.

Tilvitnun: We elves try to stick to the four main food groups: candy, candy canes, candy corns and syrup.

Youtube:
Sýnishornið
Reiði álfurinn
Will Ferrell í jólaauglýsingu frá Apple

fimmtudagurinn 20. desember
How the Grinch Stole Christmas


Sígilt Dr. Seuss ævintýri með Jim Carrey í hlutverki sem er sniðið fyrir hann sem Trölli sjálfur. Dáldið eins og commercialized Tim Burton nema skárra en það hljómar.

Tilvitnun: The nerve of those Whos. Inviting me down there - and on such short notice. Even if I wanted to go my schedule wouldn't allow it. Four o'clock, wallow in self pity; 4:30, stare into the abyss; 5:00, solve world hunger, tell no one. 5:30, jazzercize. 6:30, dinner with me. I can't cancel that again. 7:00, wrestle with my self-loathing; I'm booked. Of course, if I bump the loathing to 9 I could still be done in time to lay in bed, stare at the ceiling and slip slowly into madness. But what would I wear?

Youtube:
Sýnishornið
You're a Mean One, Mr. Grinch
Klassískt grínatriði með Jim Carrey og Will Ferrell

föstudagurinn 21. desember
Love Actually


Frábærir leikarar, frábærir karakterar, frábær söguþráður, frábær jól, frábær mynd. Skylda að horfa á þessa fyrir hver einustu jól. Bara það að sjá Bill Nighy í þessari mynd syngja Christmas is all around me er tær snilld.

Tilvitnun: Christmas is a time for people with someone they love in their lives.

Youtube:
Sýnishornið
Rowan Atkinson sýnir hvernig á að pakka inn jólagjöf
Viðtal við leikara

laugardagurinn 22. desember
The Nightmare Before Christmas


Ójá! Tim Burton óskar öllum gleðilegra jóla á sinn eigin hátt. Jake Skellington í jólaskapi dauðans og sannarlega hægt að kalla þennan söguþráð jólaplott með tvisti. Tilvalið til að koma manni í dálítið öðruvísi jólaskap en einlægt jólaskap engu að síður.

Tilvitnun: You know, I think this Christmas thing is not as tricky as it seems! And why should they have all the fun? It should belong to anyone! Not anyone, in fact, but me! Why, I could make a Christmas tree! And there's not a reason I can find, I couldn't have a Christmas time! I bet I could improve it, too! And that's exactly what I'll do!

Youtube:
Sýnishornið
Byrjunin á myndinni
What's this sungið á japönsku

sunnudagurinn 23. desember (þorláksmessa og fjórði í aðventu)
Scrooged


Jólaævintýri Dickens er nauðsynlegt fyrir jólin. Þetta er ein útgáfa af þeirri sögu en í rauninni gengur hvaða útgáfa sem er. Aðrar útgáfur eru t.d. The Muppet Christmas Carol, Christmas Carol: the Movie og endalausar fleiri útgáfur.

Fyrir þá sem eru ekki hrifnir af þessu ævintýri má einnig benda á klassíkina  A Charlie Brown Christmas frá 1965.

Tilvitnun: It's Christmas Eve. It's-it's the one night of the year when we all act a little nicer, we-we-we smile a little easier, we-w-w-we-we-we cheer a little more. For a couple of hours out of the whole year we are the people that we always hoped we would be.

Youtube:
Sýnishornið
A Blackadder Christmas Carol
A Charlie Brown Christmas

mánudagurinn 24. desember - aðfangadagur
It's a Wonderful Life


Varúð, svart/hvít mynd!
Þetta er jólamynd jólamyndanna, svo einfalt er það. Frá 1946 og algjörlega sígilt meistaraverk. Til marks um það er hún í 31. sæti yfir topp 250 myndir inná imdb.com og það er verðskuldað. Hátíðarstemningin skrúfuð í botn í þessum einfalda hvað-ef söguþræði. Ef þessi kemur ykkur ekki í jólaskap þá getið þið bara hætt við jólin.

Tilvitnun: Look, Daddy. Teacher says, every time a bell rings an angel gets his wings.

Youtube:
Sýnishornið
Öðruvísi sýn á myndina
Flott atriði úr myndinni


Jæja, þá er það komið. Eflaust finnst einhverjum að myndir vanti sem ættu með réttu að vera þarna og sumum myndum hér að ofan ofaukið. Til þess er kommentakerfið. Væri líka heldur sorglegt að koma með þessa massabloggfærslu og fá engin viðbrögð.

Ég ákvað samt, í virðingaskyni við Silju, að taka National Lampoon's Christmas Vacation ekki með. Silja hatar Chevy Chase eins og pestina. Það reyndist mér heldur ekki erfitt að virða þá ósk. Santa Clause myndirnar eru heldur ekki með en við Silja sameinumst þar í óþoli okkar á Tim Allen. Öðrum myndum gæti ég mögulega hafa gleymt af einhverjum ástæðum.

Jólakveðja,
Halldór

21.11.2007 21:31

Annoy-a-tron


Þetta er tjúttuð græja. Hægt að versla þetta á netinu (hvar annars staðar? fæst allt á þessu interneti) og kostar bara 10 dollara fyrir flutningsgjöld og tollaokur. Sennilega komið upp í 5000 kall eftir toll.

En hvað gerir þessi magnaða græja? Júmm, hún er uppspretta mikillar gleði, sérstaklega á vinnustað. Þú einfaldlega felur þennan litla kubb á góðum stað og kveikir á. Eftir smá tíma byrjar hún að senda frá sér skemmtileg píphljóð. Það er hægt að velja mismunandi tíðnir eða láta græjuna velja tíðni í hvert skipti.

Annoy-a-tron breytir einnig tímanum sem líður á milli pípa. Bara brilliant. Hversu pirrandi er að heyra píp sem maður áttar sig ekki á hvað veldur, hvaðan kemur eða hvenær það kemur? Sérstaklega í svona opnu rými eins og ég vinn í, þá væri þetta náttúrulega bara bjútifúl.

Getið smellt á gripinn til að sjá meira og panta.

Mig langar dáldið í þetta, finnst nafnið alveg sérstaklega skemmtilegt.

Hversu fyndið væri líka að gefa svona í jólagjöf? Kveikja á þessu og pakka svo inn. Það fylgir batterí með og snilldin er náttúrulega að batteríið dugar í 3-4 vikur.

17.11.2007 00:36

Tjúttuð færsla

Ég er að hugsa um að taka upp nýjan sið. Bloggsið. Ég ætla að blogga oftar en á 3 mánaða fresti.

Hvernig hljómar það?

Annars vinn ég að því hörðum höndum að koma orðinu tjúttað inn í orðaforða landsmanna. Ég hef fulla trú á því að tjúttað geti orðið svalasta orð íslenskrar tungu fyrr og síðar. Eina sem ég á eftir að útfæra að fullu er merkingin. Ég hef þess vegna verið að máta orðið við hitt og þetta síðustu daga, Silju til mikillar skemmtunnar og alls ekki til nokkurs ama. Hún er bara frekar tjúttuð á því útaf þessu.

Ég mæli því með að þið takið öll upp þetta orð í ykkar daglega máli. Sameinumst í átakinu Tjúttum upp heiminn 2007! Heimurinn þarfnast upptjúttunar.

Megið líka endilega koma með tillögur að notkun. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af því þar sem merkingin mun ráðast af notkun og orðið mun finna sér sinn stað í tilverunni. Um það er ég sannfærður. Í dag er tjúttaður dagur.

Talandi um tjúttað, langar að benda á þræltjúttaða þætti sem góðvinir mínir Arngrímur og Jón Örn hafa sent frá sér. Þá má nálgast hérna og bið ég alla um að koma dásemdinni á framfæri. Þetta er þátturinn sem heimurinn hefur beðið eftir. Allir sem eru orðnir leiðir á Agli Helga og hinir 2 líka skoði þessa þætti.


Annars langar mig í svona bol, þetta er tjúttaður bolur


Smellið á bolinn til að sjá hann í upphaflegu umhverfi og einnig ef þið viljið versla ykkur svona bol. Ég hugsa, vinnu minnar vegna, að ég verði að fá mér einn svona. Samt hata ég internetið og sérstaklega þráðlaus internetvandamál. Helvítis internetið. Nei, djók. Internetið er tjúttað.

Kveðjur,
Halldór

p.s. ég veit að tímasetning þessa bloggs er grunsamleg en ég er ekki fullur, ég er að vinna (vúhú!).
  • 1
Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 187254
Samtals gestir: 68295
Tölur uppfærðar: 3.8.2021 23:23:51