Færslur: 2008 Desember

22.12.2008 13:57

JólajólaJæja, það fer að líða að þessum blessuðu jólum. Er einhvern veginn ekki í neinu jólastuði þótt það séu samt nokkrir hlutir sem ég er spenntur fyrir. Ekki hjálpar þessi bölvaða lægð sem virðist vera að skola burt snjónum. Rigning og rok er sennilega versta hugsanlega jólaveður.

Ef jólalag jólalaganna, Silent Night í flutningi Tom Waits, dugar ekki til að koma mér í jólaskap þá gefst ég upp þetta árið. Það er hér:

Tom Waits - Silent Night

Ætla samt ekki að hlusta á það strax, er í vinnunni til 23 í kvöld og það er ekki að auka líkurnar á því að ég finni jólaskapið. Þetta lag er líka svona Þorláksmessu- til aðfangadagslag, helst ekki fyrr. Hlustaði einu sinni á það í september og komst í meira jólaskap þá en ég er í núna.

Þangað til ætla ég að hlusta á þetta lag (The Pogues & Kirsty McCall.- Fairytale of New York - An Irish Christmas - mrvisk ) og leita mér að skemmtilegum jólalögum á youtube. Uppástungur vel þegnar.

08.12.2008 22:00

Tvífarar vikunnar

Lars úr Lars and the Real Girl


Atli Bollason


Mæli annars með Lars and the Real Girl, frekar spes en skemmtileg mynd.

04.12.2008 00:30

Jóla

Styttist í jólin, ég fór við það tækifæri að rifja upp gamla jólabloggtakta. Rakst á þessa færslu síðan í fyrra
http://www.123.is/halldor/blog/record/173611/

og svo auðvitað þessa, good times
http://www.123.is/halldor/blog/record/181922/

verst að það vantar allar myndirnar sem ég notaði til að skrásetja þennan stórkostlega viðburð.

Ég vona að jólin verði góð hjá öllum þetta árið. Mér finnst einhvern veginn eins og jólastemningin núna sé melankólískari (gott orð, ég veit) en áður útaf kreppunni og óvissunni sem núna ríkir. Kannski er það bara ég.

Þá er bara um að gera að leita á náðir fjölskyldu og góðra vina, hlusta á góða jólatónlist, borða góðan jólamat og njóta þess að vera til.

Hér er yndislegt jólalag. Travis fer vel með þetta Joni Mitchell lag, River heitir það.

  • 1
Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 187275
Samtals gestir: 68296
Tölur uppfærðar: 4.8.2021 00:37:21