31.05.2009 17:30
Topp 5 gæsahúð
Var að setja inn einn Topp 5 lista. Þessi heitir Topp 5 gæsahúð og er frekar massífur. Kíkið á hann hérna.
Skrifað af Halldóri
19.05.2009 21:59
Tom Waits í hip hop gírnum
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta lag hellasvalt. Búinn að hlusta á það svona 10 sinnum í dag.
Svo eru líka komnar inn nýjar og fínar myndir af Frosta á síðuna hans.
Svo eru líka komnar inn nýjar og fínar myndir af Frosta á síðuna hans.
Skrifað af Halldóri
01.04.2009 05:18
Röyksopp og Robyn
Getur varla klikkað. Þetta lag á væntanlega eftir að heyrast eitthvað á næstunni.
Skrifað af Halldóri
22.03.2009 20:57
2 legends


Dansa, hvað er betr'en að dansa? Jú, Tony Danza. Snillingurinn úr Who's the Boss og annarri hverri fjölskylduföstudagsRÚVmynd frá Disney. Hver man ekki eftir honum í nútímaútgáfunni af Örkinni hans Nóa?
Scott Bakula þekkja flestir enda farið á kostum í þáttunum Quantum Leap, sællar minningar, auk þess að eiga stórleik í þáttunum Mr. & Mrs. Smith, Murphy Brown og myndum eins og A Passion to Kill, Nowhere to Hide, NetForce, In the Shadow of a Killer, For Goodness Sake og stórmyndinni Role of a Lifetime svo aðeins örfáar séu nefndar.
Hvernig væri nú að fá þessa menn aftur almennilega í gang? Ég sé fyrir mér þá tvo í gríðarhressum tvíeykisgamanþáttum sem væru eins og sambland af Who's the Boss og Quantum Leap. Með þessa tvo saman í þáttum getur það ekki klikkað og söguþráðurinn nánast skrifar sig sjálfur.
Spurning um að stofna Facebook grúppu?
Vil annars sérstaklega benda á síðuna DailyDanza.com, ég fann hana í gegnum twitter.com (www.twitter.com/TonyDanza fyrir aðra sem nota twitter.com) og fékk þessa hugljómun í kjölfarið. Scott Bakula má skoða mun mun betur á síðunni ScottBakulaOnline.com - tjékkit!
Skrifað af Halldóri
12.03.2009 13:38
Vefverslun Halldórs
Bætti við nýrri síðu, Vefverslun Halldórs. Endilega skoðið hvað þar er í boði. Eitthvað fyrir alla!
Kveðja,
Halldór Marteinsson stórkaupmaður
Kveðja,
Halldór Marteinsson stórkaupmaður
Skrifað af Halldóri
11.03.2009 16:11
Fjör í bloggheimum
Sælt veri fólkið,
ætli einhver kíki ennþá hingað inn? Allavega er ég búinn að skella inn Twitternum mínum hér til hliðar og stefni á að setja eitthvað meira hérna inn. Twitter er snilld, aðallega út af snillingum eins og þessum, þessum og þessum.
Átti annars góða helgi, fórum í sveitina og svona. Var í fríi í 5 daga sem er aldrei leiðinlegt.
Öfunda líka Önnu litlu systur mína, frétti af henni að borða grillaðan hádegismat í 20 stiga hita. Hér rétt slefar hann yfir frostmark á góðum degi og alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir grillaðan hádegismat.
ætli einhver kíki ennþá hingað inn? Allavega er ég búinn að skella inn Twitternum mínum hér til hliðar og stefni á að setja eitthvað meira hérna inn. Twitter er snilld, aðallega út af snillingum eins og þessum, þessum og þessum.
Átti annars góða helgi, fórum í sveitina og svona. Var í fríi í 5 daga sem er aldrei leiðinlegt.
Öfunda líka Önnu litlu systur mína, frétti af henni að borða grillaðan hádegismat í 20 stiga hita. Hér rétt slefar hann yfir frostmark á góðum degi og alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir grillaðan hádegismat.
Skrifað af Halldóri
20.02.2009 22:42
Topp 5
Topp 5 listar eru hressir. Ég er líka byrjaður að henda inn mínum topp 5 listum á síðuna toppfimmafostudegi.blogspot.com - endilega kíkið á það. Minn fyrsti listi er hér.
Skrifað af Halldóri
22.12.2008 13:57
Jólajóla

Jæja, það fer að líða að þessum blessuðu jólum. Er einhvern veginn ekki í neinu jólastuði þótt það séu samt nokkrir hlutir sem ég er spenntur fyrir. Ekki hjálpar þessi bölvaða lægð sem virðist vera að skola burt snjónum. Rigning og rok er sennilega versta hugsanlega jólaveður.
Ef jólalag jólalaganna, Silent Night í flutningi Tom Waits, dugar ekki til að koma mér í jólaskap þá gefst ég upp þetta árið. Það er hér:
Tom Waits - Silent Night
Ætla samt ekki að hlusta á það strax, er í vinnunni til 23 í kvöld og það er ekki að auka líkurnar á því að ég finni jólaskapið. Þetta lag er líka svona Þorláksmessu- til aðfangadagslag, helst ekki fyrr. Hlustaði einu sinni á það í september og komst í meira jólaskap þá en ég er í núna.
Þangað til ætla ég að hlusta á þetta lag (The Pogues & Kirsty McCall.- Fairytale of New York - An Irish Christmas - mrvisk ) og leita mér að skemmtilegum jólalögum á youtube. Uppástungur vel þegnar.
Skrifað af Halldóri
08.12.2008 22:00
Tvífarar vikunnar
Lars úr Lars and the Real Girl

Atli Bollason

Mæli annars með Lars and the Real Girl, frekar spes en skemmtileg mynd.


Atli Bollason

Mæli annars með Lars and the Real Girl, frekar spes en skemmtileg mynd.
Skrifað af Halldóri
04.12.2008 00:30
Jóla
Styttist í jólin, ég fór við það tækifæri að rifja upp gamla jólabloggtakta. Rakst á þessa færslu síðan í fyrra
http://www.123.is/halldor/blog/record/173611/
og svo auðvitað þessa, good times
http://www.123.is/halldor/blog/record/181922/
verst að það vantar allar myndirnar sem ég notaði til að skrásetja þennan stórkostlega viðburð.
Ég vona að jólin verði góð hjá öllum þetta árið. Mér finnst einhvern veginn eins og jólastemningin núna sé melankólískari (gott orð, ég veit) en áður útaf kreppunni og óvissunni sem núna ríkir. Kannski er það bara ég.
Þá er bara um að gera að leita á náðir fjölskyldu og góðra vina, hlusta á góða jólatónlist, borða góðan jólamat og njóta þess að vera til.
Hér er yndislegt jólalag. Travis fer vel með þetta Joni Mitchell lag, River heitir það.
http://www.123.is/halldor/blog/record/173611/
og svo auðvitað þessa, good times
http://www.123.is/halldor/blog/record/181922/
verst að það vantar allar myndirnar sem ég notaði til að skrásetja þennan stórkostlega viðburð.
Ég vona að jólin verði góð hjá öllum þetta árið. Mér finnst einhvern veginn eins og jólastemningin núna sé melankólískari (gott orð, ég veit) en áður útaf kreppunni og óvissunni sem núna ríkir. Kannski er það bara ég.
Þá er bara um að gera að leita á náðir fjölskyldu og góðra vina, hlusta á góða jólatónlist, borða góðan jólamat og njóta þess að vera til.
Hér er yndislegt jólalag. Travis fer vel með þetta Joni Mitchell lag, River heitir það.
Skrifað af Halldóri
20.11.2008 15:36
Jólagírinn
Ég veit ekki með ykkur en ég er að komast í ágætis jólagír
Skrifað af Halldóri
29.10.2008 10:16
Snilld
Þetta myndband er nokkuð fönký og lagið undarlega skemmtilegt.
Þetta líka:
Þetta líka:
Skrifað af Halldóri
24.10.2008 15:22
Tom Waits
Já, alveg rétt... ég sá Tom Waits í sumar. Það var snargeðveikt. Dublin er líka ótrúlega nett borg, mæli með henni.
Svona byrjuðu tónleikarnir:
Lag sem skildi mig eftir dofinn af gæsahúð og með tár í augum var samt þetta lag, Dirt in the Ground:
Goddammit hvað mig langar aftur á Waits tónleika.
Annars er það í fréttum að mig langar ekkert sérlega mikið að búa á þessu skeri lengur. Við Silja erum að íhuga það alvarlega að flytja þegar færi gefst (sennilega eftir ár til eitt og hálft). Valið stendur eins og er á milli Svíþjóðar og Kanada.
Kveðja, Dóri
Svona byrjuðu tónleikarnir:
Lag sem skildi mig eftir dofinn af gæsahúð og með tár í augum var samt þetta lag, Dirt in the Ground:
Goddammit hvað mig langar aftur á Waits tónleika.
Annars er það í fréttum að mig langar ekkert sérlega mikið að búa á þessu skeri lengur. Við Silja erum að íhuga það alvarlega að flytja þegar færi gefst (sennilega eftir ár til eitt og hálft). Valið stendur eins og er á milli Svíþjóðar og Kanada.
Kveðja, Dóri
Skrifað af Halldóri
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 196730
Samtals gestir: 31581
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 01:12:18