01.04.2006 21:17

Ný skoðanakönnun og góð hugmynd

Þá er það ljóst að í skoðanakönnun sem fór fram á þessari síðu undir yfirskriftinni ?Er þetta töff skoðanakönnun?? var afgerandi sigurvegari sjálfur Bob Saget. Gefum honum gott klapp. Vil ég líka nota tækifærið og benda á að ný skoðanakönnun er hafin. Hún er snúin, það verður að segjast.

Annars var ég að spá í þetta varnarliðsmál og ég held að ég sé bara kominn með lausn á því hvað verður gert við þetta svæði þegar herinn fer. Ég fékk hugljómun þegar ég áttaði mig á því að svæðið er afgirt með það að markmiði að halda fólki frá því að komast inn á svæðið. Þá datt mér í hug að auðvelt væri að snúa því við og varna fólki útgöngu úr svæðinu. Því er tilvalið að senda þangað fólk sem ætti með engu móti að fá að ganga um á meðal almennings. Ég legg þess vegna til að svæðið verði gert að hnakkabýli og allir hnakkar sendir þangað. Ef það verður afgangs pláss þá má senda Krossinn og aðra álíka mikla trúarbjána með þeim. Ásgeir Kolbeins má vera bæjarstjóri og Gilzenegger verður... bara einkaþjálfari eða eitthvað, hverjum er ekki sama? Gilzenegger er fífl!

Mér finnst þetta góð hugmynd rétt eins og mér finnst góð hugmynd að skella mér nú á djamm. Sem ég ætla og að gera. Góðar stundir.

Halldór

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 90576
Samtals gestir: 17987
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:53:27